fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Fóru yfir umdeild úrslit á verðlaunahátíð Ballon d’Or: „Ég get hreinlega ekki talað gegn þessum galdramanni

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 4. desember 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sportvikan hóf göngu sína á Hringbraut í gær þar sem Benedikt Bóas Hinriksson situr við stýrið. Guðmundur Benediktsson var gestur í fyrsta þætti ásamt Herði Snævari Jónssyni sérfræðingi þáttarins.

Lionel Messi var valinn besti knattspyrnumaður ársins á verðlaunahátíð Ballon d’Or á dögunum en þetta var í sjöunda skipti sem hann vinnur verðlaunin. Margir voru ósáttir við valið og vildu sjá Lewandowski vinna. Þetta var rætt í þætti gærkvöldsins en Guðmundur Benediktsson telur Messi hafa átt þetta fyllilega skilið.

„Ég bara sit hérna og horfi á mynd af Messi á skjánum og ég er bara búinn að vera það heppinn að vera uppi á þessum tíma þegar maðurinn hefur verið að stjórna heiminum knattspyrnulega,“ sagði Gummi Ben.

„Ég get bara ekki verið ósáttur við að Lionel Messi vinni besti knattspyrnumaður heims, því ég er á því að hann sé besti knattspyrnumaður í heimi og líklega í sögunni.“

„Ég gæti samt talið upp svo marga aðra sem ég myndi samgleðjast að myndu vinna þetta en ég get hreinlega ekki talað gegn þessum galdramanni,“ bætti Gummi Ben við.

video
play-sharp-fill

„Ég hélt að Lionel Messi hefði átt svona lala ár og hugsaði þetta er eitthvað skrítið. En svo sá ég 38 mörk og hann vann 29 stig fyrir Barcelona með mörkunum. Svo vann hann Argentínutitilinn. Það var reyndar bara haldið Suður-Ameríku mót á hverju ári svo að hann myndi vinna,“ bætti Benedikt Bóas við í gríni.

Þá skaut Gummi Ben inn: „En var hann ekki bæði markahæstur og bestur á því móti?“

„Auðvitað skoraði Lewandowski rosalega mikið og vann Meistaradeild“ byrjaði Benedikt Bóas á að segja en Hörður skaut inn í að þetta hafi verið gerst í fyrra en verðlaunin voru ekki veitt árið 2020.

„Allt þetta var í fyrra og það var enginn valinn bestur þá, þeir hættu við verðlaunin“, bætti Hörður Snævar við.

„Það gæti endað með því, miðað við umræðuna, að France Football að þeir muni allt í einu veita verðlaun fyrir 2020. Mér sýnist allt stefna í það miðað við hvernig umræðan er núna,“ sagði Gummi Ben að lokum.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fer sennilega í sumar og nú er nýtt félag komið í umræðuna

Fer sennilega í sumar og nú er nýtt félag komið í umræðuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband af stuðningsmönnum United fer eins og eldur í sinu – Sjáðu þegar þeir áttuðu sig á því að þeir hefðu gert stór mistök

Myndband af stuðningsmönnum United fer eins og eldur í sinu – Sjáðu þegar þeir áttuðu sig á því að þeir hefðu gert stór mistök
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“
433Sport
Í gær

Sagður vera með tvö tilboð á borðinu frá enskum liðum – Hafnaði einu fyrr í vetur

Sagður vera með tvö tilboð á borðinu frá enskum liðum – Hafnaði einu fyrr í vetur
Hide picture