fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
433Sport

Ragnick útilokar ekki að stýra Manchester United lengur en í 6 mánuði

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 3. desember 2021 09:27

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ralf Ragnick, bráðabirgða knattspyrnustjóri Manchester United, sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi fyrir félagið í morgun. Ragnick var ráðinn sem bráðabirgða knattspyrnustjóri félagsins út yfirstandandi tímabil en útilokar ekki að stýra liðinu lengur.

,,Í þeim samtölum sem ég hef átt við forráðamenn félagsins hafa þau skilaboð verið skýr að ég er núna í starfi til sex mánaða. Við höfum ekki rætt það hvað mun gerast í sumar. Ef þeir vilja tala við mig um það munum við sjá hvað gerist. Ef allt fer að óskum hér gæti ég stungið upp á því að við myndum halda áfram á sömu braut líkt og ég gerði hjá RB Leipzig.“

Samningur hjá Ragnick hjá RB Leipzig var framlengdur um eitt ár á sínum tíma sökum þess hversu vel liðinu gekk innan vallar.

Eftir að sex mánaða samningur Ragnicks rennur út hjá Manchester United gerir áætlun Manchester United ráð fyrir því að hann muni taka að sér ráðgjafastarf til tveggja ára. Ragnick segist hins vegar ekki hugsa svo langt.

,,Hjá mér snýst þetta allt um að vinna næsta leik,“ sagði Ralf Ragnick, bráðabirgða knattspyrnustjóri Manchester United á blaðamannafundi í dag.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann Berg fær aukna samkeppni

Jóhann Berg fær aukna samkeppni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vanda skipar starfshóp sem skoða á innra skipulag vegna skýrslu ÍSÍ

Vanda skipar starfshóp sem skoða á innra skipulag vegna skýrslu ÍSÍ
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal boðið að fá leikmann Real Madrid á láni

Arsenal boðið að fá leikmann Real Madrid á láni
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað gerðist – Hið minnsta átta látnir og börn illa særð eftir óeirðir í gær

Sjáðu hvað gerðist – Hið minnsta átta látnir og börn illa særð eftir óeirðir í gær
433Sport
Í gær

Harmleikur í Afríkukeppninni – Minnst sex létust

Harmleikur í Afríkukeppninni – Minnst sex létust
433Sport
Í gær

Man City að krækja í argentískan framherja

Man City að krækja í argentískan framherja
433Sport
Í gær

Afríkukeppnin: Gambía í 8-liða úrslit eftir frækinn sigur á Gíneu

Afríkukeppnin: Gambía í 8-liða úrslit eftir frækinn sigur á Gíneu