fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Lögmenn Arons og Eggerts senda út yfirlýsingu vegna frétta – „Hafa nú loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. desember 2021 14:25

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Oddur Sigurðsson lögmaður Arons Einars Gunnarssonar og Unnsteinn Elvarsson lögmaður Eggerts Gunnþórs Jónssonar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í dag.

RÚV sagði frá því í morgun að Aron Einar og Eggert hefðu gefið skýrslu hjá lögreglu vegna kæru sem liggur á borði lögreglu. Íslensk kona sakar Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn árið 2010.

Konan sakar Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér eftir landsleik í Kaupmannahöfn, hafa þeir báðir hafnað sök í málinu eftir að fréttir bárust af kæru á borði lögreglu.

Meira:
Aron Einar sendir frá sér harðorða yfirlýsingu – „Settur saklaus til hliðar í nýrri útilokunarmenningu KSÍ“

Einar Oddur lögmaður Arons sendir stutta yfirlýsingu á fjölmiðla. „Í dag hafa birst í fjölmiðlum umfjallanir um að skýrslutökur hafi farið fram vegna rannsóknar lögreglu á máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Ég hef ekki haft tök á að svara símtölum sem ég gef mér að tengjast umfjölluninni en vil, ásamt Unnsteini Elvarssyni lögmanni Eggerts, koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu/athugasemd fyrir hönd þeirra beggja,“ segir í tölvupósti sem Einar Oddur sendi frá sér.

Eggert Gunnþór í verkefni með íslenska landsliðinu.

Þar er ítrekað að Aron og Eggert hafni allri sök í málinu en þeir hafi nú formlega geta sagt frá sinni hlið við lögreglu. Þeir reikna báðir með að málið verði fellt niður.

„Skjólstæðingar okkar hafa þegar lýst yfir sakleysi sínu og hafa nú loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið í skýrslutöku hjá lögreglu eins og þeir óskuðu eftir. Þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér og reikna með að málið verði fellt niður. Afstaða þeirra er því alveg óbreytt. Að öðru leyti vísast til fyrri yfirlýsinga þeirra en þeir munu ekki tjá sig frekar um málið að sinni.“

Meira:
Eggert líkt og Aron Einar hafnar því að hafa beitt kynferðisofbeldi – „Ég er fullkomlega saklaus“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Cecilía Rán á láni til Þýskalandsmeistara Bayern Munchen

Cecilía Rán á láni til Þýskalandsmeistara Bayern Munchen
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enski boltinn: Manchester United nældi í þrjú stig gegn Brentford – Leikmenn vöknuðu í seinni

Enski boltinn: Manchester United nældi í þrjú stig gegn Brentford – Leikmenn vöknuðu í seinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur
433Sport
Í gær

Martraðartímabil gæti verið að taka enda hjá Jóni Daða sem sættir sig við launalækkun – Yrði loksins laus úr frystikistunni í Millwall

Martraðartímabil gæti verið að taka enda hjá Jóni Daða sem sættir sig við launalækkun – Yrði loksins laus úr frystikistunni í Millwall
433Sport
Í gær

Ekki búið að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi í máli Gylfa Þórs – ,,Erum að bíða eftir dómstólnum“

Ekki búið að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi í máli Gylfa Þórs – ,,Erum að bíða eftir dómstólnum“