fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Aron Einar og Eggert Gunnþór fóru í skýrslutöku hjá lögreglu í vikunni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. desember 2021 11:29

Aron Einar Gunnarsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson voru kallaðir í skýrslutöku hjá lögreglu í vikunni. Frá þessu er sagt á RÚV.

Íslensk kona lagði fram kæru hjá lögreglu í haust og sakar Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn árið 2010.

Bæði Aron og Eggert hafa hafnað allri sök í málinu en lögregla hefur nú tekið skýrslu af þeim.

Samkvæmt heimildum DV flaug Aron Einar til Íslands frá Katar til að gefa skýrslu í málinu. Rannsókn lögreglu heldur svo áfram.

Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, segir í samtali við RÚV að rannsókn miði vel.

Eggert Gunnþór í verkefni með íslenska landsliðinu.

Yfirlýsingar Arons og Eggerts:

Eins og fyrr segir sendi Aron frá sér yfirlýsingu í lok september vegna málsins. „Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu. Í ofanálag hefur lögregla aldrei haft samband við mig vegna nokkurs máls. Ég hef engar tilkynningar fengið um að ég hafi á einhverjum tímapunkti verið undir grun og aldrei verið boðaður í yfirheyrslu,“ sagði Aron.

„Sem fyrirliði hef ég fyrir löngu lært að axla ábyrgð og það sem nú viðgengst er slaufunarmenning eða útilokunarmenning og hana ætti ekki að líða. Um leið og ég hafna öllu ofbeldi þá lýsi ég því yfir að ég hef aldrei gerst brotlegur gagnvart neinum eða neinni. Ég ætla mér ekki að vera meðvirkur gagnvart dómstól götunnar varðandi atvik sem á að hafa átt sér stað fyrir ellefu árum síðan.“

Eggert Gunnþór var ekki nafngreindur til að byrja með en hann steig fram með yfirlýsingu þegar nafn hans fór í umræðuna. „Ég hef reynt að skýla mér og fjöl­skyldu minni fyr­ir kast­ljósi fjöl­miðla þar sem ég hafði fram að birt­ingu frétt­ar Stund­ar­inn­ar í dag ekki verið nafn­greind­ur. Föstu­dag­inn 1. októ­ber síðastliðinn hafði ég hins­veg­ar þegar óskað eft­ir því að vera boðaður í skýrslu­töku til að skýra frá minni hlið,“ sagði Eggert í yfirlýsingu sinni..

„Þar sem ég hef ekki enn fengið tæki­færi til að skýra mál mitt á rétt­um vett­vangi og sök­um um­fjöll­un­ar fréttamiðla í dag tel ég mig hins­veg­ar ekki eiga ann­an kost en að stíga fram og lýsa því op­in­ber­lega yfir að ég er full­kom­lega sak­laus af því sem ég hef verið sakaður um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enski boltinn: Manchester United nældi í þrjú stig gegn Brentford – Leikmenn vöknuðu í seinni

Enski boltinn: Manchester United nældi í þrjú stig gegn Brentford – Leikmenn vöknuðu í seinni