fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Setti málið í annan búning – „Það myndi allt tjúllast“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. desember 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan var á sínum stað á Hringbraut í gær en gestir þáttarins voru Henry Birgir Gunnarsson og Máni Pétursson.

Benedikt Bóas Hinriksson sat við stýrið og fór meðal annars yfir fréttir vikunnar.

Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH, sendi bréf á stjórn KSÍ þar sem hann sagði Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, formann starfshóps á vegum KSÍ, vera siðblinda. Hann krafðist þess að Kolbrúnu yrði vikið frá störfum hjá KSÍ þar sem hún leiddi starfshóp sem skoðaði meðferð ofbeldismála hjá sambandinu. Jón Rúnar sakaði Kolbrúnu um að standa fyrir áróðri til stuðnings Vöndu Sigurgeirsdóttur, núverandi formanns KSÍ, fyrir komandi ársþing sambandsins sem fer fram í febrúar. Þar verður kosið í embætti formanns KSÍ.

video

,,Hún (Kolbrún) er bara með grímulausan kosningaáróður fyrir Vöndu og segir ‘við verðum að halda henni, annars var þetta bara allt til sýnis.’ Þetta er í raun og veru bara svona dulbúin hótun, ef að þið kjósið ekki Vöndu og hafið hana ekki áfram, þá er bara eins og allt sé hrunið,“ sagði Henry Birgir og hélt svo áfram.

,,Þetta er einhver slappasti varnarleikur sem ég hef séð lengi. Hún er þarna að vinna að mjög þörfum verkefnum fyrir knattspyrnusambandið en á ekki að vera reka einhvern áróður um það hver eigi að vera formaður KSÍ. Gagnrýnin er rétt hjá Jóni en að sama skapi gengur hann náttúrulega aðeins of langt. Það að saka Kolbrúnu um að vera siðblinda er náttúrulega fullkomlega galið. En gagnrýnin sem slík á fullan rétt hjá sér.“

Máni tók þá til máls. „Jón Rúnar er fyrsti maðurinn til að viðurkenna það að hann hafi gengið of langt með því að nota orðið siðblinda en hann hefur ábyggilega gert það meðvitað að mörgu leyti.“

,,Allt sem kemur á borð KSÍ lekur út. Það var náttúrulega ákveðið að leka þessu til þess að láta Jón Rúnar illa út. Ég þekki Jón Rúnar mjög vel, þetta er toppmaður. Gagnrýnin hjá honum er fullkomlega í lagi og ef þú sérð það ekki og við tökum þetta orð siðblinda bara út, þá á gagnrýnin fullkomlega rétt á sér.“

,,Þetta er eins og við værum með kosningasjónvarp á RÚV og einn kosningaskýrandinn myndi segja bara daginn fyrir kosningar: ‘En eins og við vitum öll, ef við viljum halda stöðugleika í þessu landi þá verða allir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.’ Það myndi allt tjúllast. Mönnum fannst þetta bara allt í lagi einhvern veginn.“

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur
433Sport
Í gær

Messi bræðurnir sem fóru allir mismunandi leið í lífinu – Einn þeirra hefur ítrekað komist í kast við lögin

Messi bræðurnir sem fóru allir mismunandi leið í lífinu – Einn þeirra hefur ítrekað komist í kast við lögin
433Sport
Í gær

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi