fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Mikil reiði var í garð KSÍ – ,,Ruðst inn á stjórnarfundi og brjálað fólk úti á bílaplani“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 11. desember 2021 15:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úttektarnefnd sem ÍSÍ skipaði fyrr á árinu, til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands, skilaði á dögunum af sér lokaskýrslu til ÍSÍ. Í nefndinni sátu Dr. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, sem jafnframt var formaður nefndarinnar og Rán Ingvarsdóttir lögfræðingur.

Sunnudaginn 29. ágúst sl. ákvað Guðni Bergsson að segja af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands („KSÍ“) á stjórnarfundi þar sem rætt var hvort KSÍ hefði brugðist með viðunandi hætti við frásögnum af kynferðisofbeldi og öðru ofbeldi leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Næsta dag sagði öll stjórn KSÍ af sér í kjölfar yfirlýsingar Íslensks toppfótbolta („ÍTF“), hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum knattspyrnunnar á Íslandi, þar sem stjórn og framkvæmdastjóri KSÍ voru hvött til að axla ábyrgð á þeim málum sem hefðu verið til umfjöllunar dagana á undan.

Að beiðni stjórnar KSÍ ákvað framkvæmdastjórn ÍSÍ síðan í framhaldinu að setja á fót nefnd til að framkvæma úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ, stjórnarmanna þess og starfsmanna vegna kvartana og ábendinga sem KSÍ hafa borist um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi iðkenda innan hreyfingarinnar á árabilinu 2010 til 2021. Sú ákvörðun byggðist á 18. gr. laga ÍSÍ en samkvæmt því ákvæði er það m.a. hlutverk framkvæmdastjórnar ÍSÍ að fylgjast með störfum þeirra sérsambanda sem tilheyra ÍSÍ og fylgjast með því að lögum og reglum ÍSÍ og sambandsaðila þess sé hlýtt.

„Skýrslan fer ágætlega um hann í mörgum málum en undir restina virðist hann hafa einangrað sig inni á skrifstofu KSÍ og tekið öll mál á sinn kassa í staðinn fyrir að láta fólk vita hvað væri að gerast,“ sagði Hörður Snævar Jónsson um Guðna Bergsson, fyrrum formann KSÍ, í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut í gær.

video

Í skýrslunni kom einnig fram að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafi orðið fyrir áreiti og fengið hótanir. Henni var til að mynda ráðlagt að sækja ekki barn sitt á leiksskóla vegna þeirra.

„Það varð ofboðsleg reiði gagnvart KSÍ. Það var ruðst inn á stjórnarfundi og það var brjálað fólk úti á bílaplani. Klara er beðinn um að ekki sækja barnið sitt á leiksskóla,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson í þættinum. „Þetta er hasar, bíómyndahasar. Ef þú setur þetta í kómískan búning er þetta áramótaskaup,“ bætti hann við.

Hér fyrir neðan má svo sjá þáttinn í heild sinni.

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur
433Sport
Í gær

Messi bræðurnir sem fóru allir mismunandi leið í lífinu – Einn þeirra hefur ítrekað komist í kast við lögin

Messi bræðurnir sem fóru allir mismunandi leið í lífinu – Einn þeirra hefur ítrekað komist í kast við lögin
433Sport
Í gær

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi