fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
433Sport

Skorar á fólk að taka upp tólið og reyna að fá Heimi – „Það kostar ekkert að hringja“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu vonar að Knattspyrnusamband Íslands sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá Heimi Hallgrímsson til að starfa fyrir sambandið.

Arnar Þór Viðarsson verður áfram landsliðsþjálfari en Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ hefur staðfest það. Eiður Smári Guðjohnsen er hins vegar hættur og gæti það opnar dyrnar fyrir endurkomu Heimis.

Heimir hætti með landsliðið árið 2018 en hann er án starfs og uppi er umræða um hvort KSÍ sannfæri Heimi til að koma og taka við liðinu með Arnari.

„Heimir er búinn að vera atvinnulaus í hálft ár, hann er ekki orðaður við eitt né neitt. Maður sér hann ekki í umræðunni erlendis,“ sagði Benedikt í sjónvarpsþætti 433 á Hringbraut í gær.

video

Benedikt telur að endurkoma Heimis í Laugardal gæti róað þær öldur sem verið hafa. „Er ekki kominn tími á að hann setjist í skipstjórasætið í Laugardalnum. Það myndu koma góðir straumar með því, hann er sameiningartákn. Hann er með þetta, hann kann að tala inn í hjarta þjóðarinnar. Ég vona að sambandið sé að gera allt til þess að Heimir verði í Laugardalnum frá og með 2022.“

„Það kostar ekkert að hringja, það vitum við sem blaðamenn. Versta sem getur gerst að þeir fá nei.“

Benedikt telur þó að Heimir myndi ekki vilja starfa með Arnari heldur fá starfið einn. „Hann vill starfið einn, alvöru kóngur,“ sagði blaðamaðurinn geðugi.

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm
433Sport
Í gær

Dreymir um að komast til Real Madrid

Dreymir um að komast til Real Madrid
433Sport
Í gær

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski