fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Kári Árna um svartnættið í dag og hvað þarf að gera – „Menn tóku ábyrgð á því sem þeir voru að gera“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík og fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, var gestur í þættinum 433.is sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gær.

Kári ákvað að hætta í fótbolta nú í haust eftir að Víkingur varð Íslands og bikarmeistari. Hann hafði skömmu áður lagt skóna á hilluna með landsliðinu.

Kári var lykilmaður í bestu árum landsliðsins þar sem liðið fór á bæði EM og HM. „Félagsliða var Víkingur mér stærst, landsliðið er landsliðið. Þú getur ekki valið á milli Víkings og Íslands, allt í kringum þetta og vinnáttan í kringum svona velgengni. Það voru líka erfiðar tímar, detta út í umspilum. Þetta var einstakur tími, stoltur að hafa tekið þátt í þessu með þessum gæjum,“ sagði Kári í þættinum í gær.

video

Kári tók þátt í fyrstu verkefnum landsliðsins undir stjórn Arnars Viðarssonar, erfiðlega hefur gengið hjá liðinu og mikið hefur gengið á utan vallar.

„Þetta voru breyttir tímar, ég var beðin um að vera með til að hjálpa til og spila aðeins. Ekkert sem ég sé eftir, þetta er ekki sami hápunktur og ferilinn í Víkinni endaði á. Þetta var alltaf gaman, en breytt lið og breyttar aðferðir og áherslur. Þetta var ekki það sama, ég veit ekki tilganginn að halda gömlum hundi eins og mér þegar á að breyta miklu. Vonandi skilaði ég einhverju til þeirra sem eru að spila.“

Kári segir erfitt að sjá það í dag að íslenska landsliðið fari á tvö stórmót í röð en hann vonar að það takist.

„Ég vona það svo sannarlega, þegar það eru dark times þá er erfitt að sjá það. Ég held að við þurfum að koma inn á gömlu gildin, þessir gæjar geta alveg lært það. Við lærðum að spila upp á nýtt fyrir landsliðið, það er lykill að því. Við vorum búnir að finna leiðir til að vinna bestu liðin og það var ekkert með fagurfræði að leiðarljósi. Það var grind og menn tóku ábyrgð á því sem þeir voru að gera, sama hvaða stöðu þú spilaðir. Ef mönnum verður kennd sú aðferð og þeir meðtaka hana, þá er allt mögulegt.“

Hefur Kári trú á því að Arnar geti snúið við taflinu með liðið? „Það er erfitt utanaðkomandi aðila sem var ekki viðloðin þetta lið að vita hvað til þarf. Hann verður bara að sýna það.“

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur
433Sport
Í gær

Messi bræðurnir sem fóru allir mismunandi leið í lífinu – Einn þeirra hefur ítrekað komist í kast við lögin

Messi bræðurnir sem fóru allir mismunandi leið í lífinu – Einn þeirra hefur ítrekað komist í kast við lögin
433Sport
Í gær

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi