fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
433Sport

Arnar tjáir sig loks um mál Eiðs Smára – Þungbær ákvörðun en ,„hún var nauðsynleg“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 15:03

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur rofið þögnina varðandi ákvörðun sem var tekin og var þess efnis að uppsagnarákvæði í samningi aðstoðarlandsliðsþjálfarans, Eiðs Smára Guðjohnsen var virkjað.

Í samtali við Vísi staðfestir Arnar að hann hafi verið hluti af þeirri ákvörðun sem var tekin á stjórnarfundi KSÍ undir lok nóvember. ,,Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta,“ segir Arnar í samtali við Vísi.

Arnar vildi annars ekki fara nánar út í ástæður starfslokanna en heimildir DV herma að starfslokin tengist gleðskap á vegum KSÍ í landsliðsverkefni Íslands undir lok mánaðarins. Eiður Smári hafði hlotið áminningu í starfi síðasta sumar.

„Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig,“ segir Arnar í samtali við Vísi.

Hann segir ákvörðunina um starfslok Eiðs hafa verið þungbæra en nauðsynlega. Gengið verður frá ráðningu á nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara í þessum mánuði.

„Það verður skrýtið, það er alveg ljóst. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna,“ segir Arnar sem nú er að hefja leit að arftaka Eiðs, sem hann vonast til að verði ráðinn fyrir árslok:

„Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin íhugar breytingar varðandi frestun leikja

Enska úrvalsdeildin íhugar breytingar varðandi frestun leikja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eriksen æfir með Ajax til að koma sér aftur í form

Eriksen æfir með Ajax til að koma sér aftur í form
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Afríkukeppnin: Mane fór meiddur af velli er Senegal fór áfram

Afríkukeppnin: Mane fór meiddur af velli er Senegal fór áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Juventus klárar alla sína aura til að fá Vlahović

Juventus klárar alla sína aura til að fá Vlahović
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vanda og stjórnin hvetja til þess að hugað verði að kynjaskiptingu á ársþingi

Vanda og stjórnin hvetja til þess að hugað verði að kynjaskiptingu á ársþingi
433Sport
Í gær

Ráða fyrrum hermenn til starfa til að vernda heimili sín

Ráða fyrrum hermenn til starfa til að vernda heimili sín
433Sport
Í gær

Þetta eru stjörnurnar að dunda sér við í fríinu í Dubai

Þetta eru stjörnurnar að dunda sér við í fríinu í Dubai
433Sport
Í gær

Daði gengur til liðs við Kórdrengi

Daði gengur til liðs við Kórdrengi
433Sport
Í gær

Afríkukeppnin: Kamerún áfram þrátt fyrir hetjulega frammistöðu Kómoreyinga

Afríkukeppnin: Kamerún áfram þrátt fyrir hetjulega frammistöðu Kómoreyinga