fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
433Sport

Klopp: Divock er stórkostlegur framherji

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 4. desember 2021 18:15

Jurgen Klopp / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool sigraði Wolves með einu marki í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en fram að því hafði Wolves gert Liverpool erfitt fyrir. Þetta hafði Jurgen Klopp að segja eftir leik.

„Þetta var stórkostlegt. Mjög erfiður andstæðingur sem við þurftum að berjast við. Venjulega spila þeir meiri fótbolta en þeir sýndu okkur það ekki í dag. Þeir vörðust aftarlega og voru tilbúnir í skyndisóknir,“ sagði Klopp við Match of the Day

„Við spiluðum ágætlega, þetta var ekki auðvelt og þegar það er 0-0 þá er komin pressa því þú vilt vinna.“

Divock Origi skoraði sigurmarkið á lokamínútu uppbótartímans eftir stoðsendingu frá Mohamed Salah.

„Divock Origi, goðsögnin, klárar þetta með stæl. Hann er stórkostlegur framherji. Hann fær ekki það mikinn spilatíma en ég vona að hann finni stjóra einn daginn sem spilar honum meira en ég.“

„Hann er einn besti slúttari sem ég hef séð. Í þessu frábæra liði með okkar framlínu þá fær hann ekki að spila mikið en hann er mjög jákvæður og elskar klúbbinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deild kvenna: Íslandsmeistararnir á toppinn eftir sigur á Blikum

Besta deild kvenna: Íslandsmeistararnir á toppinn eftir sigur á Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír Stjörnumenn í liði umferðarinnar í Bestu deild karla – Árni Snær bestur

Þrír Stjörnumenn í liði umferðarinnar í Bestu deild karla – Árni Snær bestur