fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

Hefur gífurlega jákvæð áhrif á kærastann sem blómstrar um þessar mundir

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 3. desember 2021 19:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gott gengi Bernardo Silva, leikmanns Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, undanfarið er að stórum hluta til vegna þess að leikmaðurinn hefur fengið að eyða tíma með kærustu sinni, Ines Tomaz Silva, að nýju.

Þessi 27 ára gamli Portúgali hefur verið mjög flottur með Englandsmeisturunum á þessari leiktíð. Silva hefur skorað fimm mörk og lagt upp eitt í þrettán leikjum.

Silva átti erfitt uppdráttar þegar kórónuveiran herjaði sem mest á Evrópu og útgöngubann var í gildi. Þá fékk hann ekki að hitta Ines.

Nú hafa þau hins vegar verið sameinuð að nýju. Líf Silva utan vallar í dag hefur jákvæð áhrif á spilamennsku hans.

Bernardo Silva.. Mynd/Getty

,,Ég hef það á tilfinningunni að hann sé ánægður hér. Hann er ánægður með lífið utan vallar og getur átt stórkostlegt tímabil með okkur aftur,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Silva hjá City.

,,Bernardo hefur sérstaka hæfileika til að gera það sem hann vill með boltann. Ef þið horfið á hann fyrir tveimur eða þremur tímabilum þá sjáið þið leikmanninn sem þið sjáið um þessar mundir.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Höddi Magg ráðinn til starfa á RÚV – „If you can’t beat them, join them“

Höddi Magg ráðinn til starfa á RÚV – „If you can’t beat them, join them“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Zlatan verður lengi frá – Ekki tekið ákvörðun með framtíðina

Zlatan verður lengi frá – Ekki tekið ákvörðun með framtíðina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin: Ten Hag verður í veseni – Newcastle skákar stórliði

Ofurtölvan stokkar spilin: Ten Hag verður í veseni – Newcastle skákar stórliði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag harður í horn að taka og setur kröfu á leikmenn í sumarfríi

Ten Hag harður í horn að taka og setur kröfu á leikmenn í sumarfríi