fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

18 ára bestu vinir frá Akranesi lifa drauminn saman í Köben – „Er galið hvernig þetta er“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æskuvinirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson lifa nú drauminn saman í Kaupmannahöfn. Ísak gekk í raðir félagsins í haust en Hákon hefur síðustu ár verið hjá félaginu.

Ísak er eitt af stærri nöfnunum í aðalliði félagsins en Hákon er að stíga sín fyrstu skref. Þeir félagar eru báðir fæddir árið 2003 og ólust saman upp á Akranesi.

Hákon Arnar skoraði sitt fyrsta mark fyrir FCK á dögunum og virðist eiga mjög bjarta framtíð. „Hann hefur komið inn með kraft, hann er orkumikil þegar hann spilar. Hann var flottur í fyrsta leiknum og skoraði geggjað mark. Ég hef séð þessi gæði frá því við vorum tíu ára. Að spila saman í FCK er geggjað og forréttindi í raun og veru,“ sagði Ísak Bergmann á fréttamannafundi landsliðsins í dag.

„Við erum bestu vinir, það er galið hvernig þetta er því við búum á móti hvor öðrum á Skaganum. Vonandi getum við byrjað leik saman á næstunni, það yrði draumur. Það er geggjað að vera saman í FCK,“ sagði Ísak

Hákon Arnar Haraldsson. Mynd/Getty

Ísak telur að Hákon Arnar eigi heima í A-landsliðinu en hann var valinn í U21 árs landsliðið á dögunum.

„Algjörlega, hann hefur gæðin og allt til þess að vera í A-landsliðinu. Hugarfarið er líka upp á tíu. Hákon hafi gæði og hugarfar til að vera í A-landsliðinu, það er þjálfaranna að velja en hann hefur gæðin.“

Ásamt Hákoni og Ísaki eru þeir Andri Fannar Baldursson og Orri Steinn Óskarsson saman í FCK. Andri er hluti af aðalliðinu en Orri er að komast nær því.

„Við erum mikið saman, ég, Andri og Hákon. Orri að koma upp núna. Hann hefur verið að gera góða hluti með U19. Við erum þakklátir að vera allir saman, þegar það er komið út á æfingu skiptir það engu máli. Við erum mjög mikið saman utan vallar.“

„Orri er að æfa vanalega daginn eftir leik með okkur, þá koma nokkrir frá U19. Hann á skilið að fá að æfa með okkur, það er undir honum komið að nýta tækifærin þegar þau koma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Í gær

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Í gær

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti