fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Skýtur föstum skotum á Jóhann Berg sem gaf ekki kost á sér í landsliðið – ,,Ég er ekki að kaupa að það sé út af einhverjum meiðslum“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 6. nóvember 2021 07:30

© 365 ehf / Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022.

Leikmaðurinn gerði það heldur ekki í síðasta landsliðsverkefni í október. Það var vegna smávægilegra meiðsla. Jóhann hefur undanfarið verið að berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

„Jói, við vorum í samskiptum við alla. Jói er á þeim stað hjá sínu félagsliði að hann er inn og út, honum líður ekki 100 prósent með sinn líkama og hvernig er að ganga hjá Burnley. Eins og Jói sagði við okkur þá vildi hann vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir að hafa kynnt hópinn í gær.

Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, sagði í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær að hann héldi að meira lægi að baki ákvörðun Jóhanns um að gefa ekki kost á sér.

,,Hann ætti alveg að geta tekið þetta verkefni. Ég er ekki að kaupa að það sé út af einhverjum meiðslum,“ sagði Albert.

Hann hélt áfram. ,,Ég held að það sé meira á bakvið þetta en einhver smávægileg meiðsli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Engir áhorfendur á stórleiknum í næstu viku – Allt undir hjá Barcelona

Engir áhorfendur á stórleiknum í næstu viku – Allt undir hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu fallegt augnablik í Rússlandi – Gengu út á völl með hunda sem þarfnast heimilis

Sjáðu fallegt augnablik í Rússlandi – Gengu út á völl með hunda sem þarfnast heimilis
433Sport
Í gær

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Ronaldo öflugur í góðum sigri Manchester United á Arsenal

Enski boltinn: Ronaldo öflugur í góðum sigri Manchester United á Arsenal
433Sport
Í gær

Sögulegt mark Cristiano Ronaldo

Sögulegt mark Cristiano Ronaldo