fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Skýtur föstum skotum á Jóhann Berg sem gaf ekki kost á sér í landsliðið – ,,Ég er ekki að kaupa að það sé út af einhverjum meiðslum“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 6. nóvember 2021 07:30

© 365 ehf / Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022.

Leikmaðurinn gerði það heldur ekki í síðasta landsliðsverkefni í október. Það var vegna smávægilegra meiðsla. Jóhann hefur undanfarið verið að berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

„Jói, við vorum í samskiptum við alla. Jói er á þeim stað hjá sínu félagsliði að hann er inn og út, honum líður ekki 100 prósent með sinn líkama og hvernig er að ganga hjá Burnley. Eins og Jói sagði við okkur þá vildi hann vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir að hafa kynnt hópinn í gær.

Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, sagði í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær að hann héldi að meira lægi að baki ákvörðun Jóhanns um að gefa ekki kost á sér.

,,Hann ætti alveg að geta tekið þetta verkefni. Ég er ekki að kaupa að það sé út af einhverjum meiðslum,“ sagði Albert.

Hann hélt áfram. ,,Ég held að það sé meira á bakvið þetta en einhver smávægileg meiðsli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert