fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
433Sport

Traustur aðstoðarmaður Rangnick hafnaði því að koma með til Manchester

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 16:30

Kornetka lengst til vinstri og Ralf fyrir miðju. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ralf Rangnick nýr stjóri Manchester United fær ekki sinn traustasta aðstoðarmann með sér til starfa í Manchester.

Þannig segja ensk blöð frá því í dag að Lars Kornetka hafi hafnað því að fylgja Rangnick til Englands.

Rangnick og Kornetka hafa starfað saman frá árinu 2007 en nú skilja leiðir. Kornetka tekur við starfinu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lokomotiv Moskvu, sem Rangnick losaði sig úr til að komast til Manchester.

Rangnick hefur sagt frá því að Kornetka sé besti leikgreinir í heimi, enginn sé betri að greina upplýsingar út frá myndböndum af æfingum og andstæðingum.

Mike Phelan, Michael Carrick og fleiri verða í teymi Rangnick en að auki vill hann koma með sitt starfsfólk inn til United.

Rangnick er mættur til Manchester en bíður eftir atvinnuleyfi, hann verður því í stúkunni gegn Arsenla á fimmtudag.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Valdimar Ingimundarson seldur til Sogndal

Valdimar Ingimundarson seldur til Sogndal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ráða fyrrum hermenn til starfa til að vernda heimili sín

Ráða fyrrum hermenn til starfa til að vernda heimili sín
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru stjörnurnar að dunda sér við í fríinu í Dubai

Þetta eru stjörnurnar að dunda sér við í fríinu í Dubai
433Sport
Í gær

Tveir handteknir

Tveir handteknir
433Sport
Í gær

Var fljótur að bregðast við þegar reynt var að stela af barninu

Var fljótur að bregðast við þegar reynt var að stela af barninu