fbpx
Þriðjudagur 17.maí 2022
433Sport

Nýr stjóri Manchester United keypti Gylfa á 1,1 milljarð fyrir ellefu árum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 09:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ralf Rangnick nýr stjóri Manchester United bíður eftir atvinnuleyfi til að geta tekið til hendinni hjá félaginu sem hefur átt í vandræðum síðustu vikur.

Rangnick er þekktari fyrir það að byggja upp smærri félög og gera þau stór, það gerði hann bæði hjá Hoffenheim og RB Leipzig í Þýskalandi.

Þessi 62 ára gamli þýski stjóri mun líklega stýra United í fyrsta sinn um næstu helgi þegar liðið mætir Crystsal Palace. Flóknara ferli í kringum atvinnuleyfi tefur komu hans til félagsins.

Rangnick var stjóri Hoffenheim frá 2006 til 2011 en sumarið 2010 lagði hann mikla áherslu á að félagið myndi kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Reading.

Að lokum tókst Hoffenheim að kaupa Gylfa frá enska félaginu og borgaði Hoffenheim 6,5 milljónir punda fyrir Gylfa. Gylfi varð þá dýrasti leikmaður sem Reading hafði selt. Lék Gylfi í eitt ár undir stjórn Rangnick og spilaði vel.

Ólíklegt er að Rangnick mæti Gylfa í enska boltanum í vetur en Gylfi er áfram undir rannsókn lögreglu Í Bretlandi. Er íslenski miðjumaðurinn laus gegn tryggingu fram í miðjan janúar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Víkingar búnir að fá sig fleiri mörk en eftir 14 leiki í fyrra

Víkingar búnir að fá sig fleiri mörk en eftir 14 leiki í fyrra
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu viðbrögð Ten Hag við nýju lagi sem samið var um hann

Sjáðu viðbrögð Ten Hag við nýju lagi sem samið var um hann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo og sonurinn rifu sig úr að ofan í gær – 11 ára sonurinn í rosalegu formi

Ronaldo og sonurinn rifu sig úr að ofan í gær – 11 ára sonurinn í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mörgum var brugðið þegar tönnin hékk úr munni hans í gær

Mörgum var brugðið þegar tönnin hékk úr munni hans í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Blikum að róa sig og skýtur á titlaleysi félagsins eftir að hafa verið rekinn af velli í gær

Segir Blikum að róa sig og skýtur á titlaleysi félagsins eftir að hafa verið rekinn af velli í gær
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Meistaradeildardraumar Arsenal í hættu eftir tap gegn Newcastle

Enski boltinn: Meistaradeildardraumar Arsenal í hættu eftir tap gegn Newcastle
433Sport
Í gær

Huddersfield í úrslit umspilsins

Huddersfield í úrslit umspilsins