fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Leggur til að KSÍ reyni að fá Heimi til að fylla skarð Eiðs Smára

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands liggur undir feld og skoðar hvaða skref hann ætlar að taka þegar kemur að aðstoðarmanni sínum. Eiður Smári Guðjohnsen lét af störfum í síðutsu viku.

Ljóst er að Arnar þarf að vanda val sitt vel og í Fréttablaðinu í dag er lagt til að Arnar reyni að sannfæra Heimi Hallgrímsson um að þjálfa liðið með sér.

Heimir lét af störfum hjá KSÍ árið 2018 en hann hefur mikla reynslu og þekkingu þegar kemur að því að byggja upp landslið sem nær árangri.

„Þannig vill svo til að besti þjálfari í sögu íslenska landsliðsins er án vinnu, Heimir Hallgrímsson hefur ekki verið með þjálfarastarf síðasta hálfa árið. Eftir tvö og hálft ár í Katar ákvað Heimir að kveðja Al-Arabi og hefur síðan þá leitað sér að næsta starfi,“ skrifar Hörður Snævar Jónsson fréttastjóri íþróttadeildar Torgs í Fréttablaðinu í dag.

Leggur Hörður til að Arnar kyngi örlitlu stolti og fái Heimi til að þjálfa liðið með sér. „Knattspyrnusamband Íslands og Arnar Þór ættu án nokkurs vafa að leita til Heimis og reyna að fá hann til að þjálfa liðið með Arnari. Heimir þekkir það manna best að tveggja manna þjálfarateymi getur virkað með íslenska landsliðið. Heimir og Lars Lagerbäck þjálfuðu liðið saman þegar það komst inn á Evrópumótið árið 2016. Heimir tók síðan einn við keflinu í tvö ár og kom íslenska liðinu á Heimsmeistaramótið árið 2018.“

Utan vallar pistilinn heldur svo áfram og segir. „Arnar gat ekki unnið með Lars Lagerbäck á þessu ári og var ákveðið að slíta samstarfinu, hann þarf hins vegar að átta sig á því að maður með reynslu gæti reynst honum happafengur nú þegar Eiður Smári er horfinn á braut.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Í gær

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Í gær

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti