fbpx
Laugardagur 22.janúar 2022
433Sport

Manchester United staðfestir komu Rangnick

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 11:36

Ralf Rangnick / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur staðfest ráðningu sína á Ralf Rangnick sem nú bíður eftir atvinnuleyfi til þess að geta hafið störf.

Rangnick skrifar undir samning til næsta vors en þá færir hann sig á skrifstofu félagsins.

Rangnick tekur við af Ole Gunnar Solskjær sem var rekinn úr starfi fyrir rúmri viku síðan, Michael Carrick hefur stýrt liðinu á meðan samningur við Rangnick var kláraður.

„Ég er spenntur fyrir því að koma til móts við Manchester United og ætla mér að gera mitt besta til að tímabilið verði gott,“ sagði þýski stjórinn sem er 62 ára gamall.

Hann hefur áður starfað hjá RB Leipzig, Hoffefnheim og fleiri liðum. Er hann lærifaðir Jurgen Klopp og Thomast Tuchel sem nú gera það gott á Englandi.

„Það er fullt af hæfileikum í þessum hóp, þarna eru ungir menn og menn með reynslu. Næstu sex mánuði mun ég gera mitt besta til að hjálpa leikmönnum að bæta sig en fyrst og fremst að þeir bæti sig sem lið.“

„Ég er svo spenntur að hjálpa félaginu til lengri tíma sem ráðgjafi.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Snákur mætti á æfingasvæðið – Fyrrum úrvalsdeildarleikmaður bjargaði málunum

Sjáðu atvikið: Snákur mætti á æfingasvæðið – Fyrrum úrvalsdeildarleikmaður bjargaði málunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kolbeinn byrjaði í tapi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir vilja burt frá Man Utd í þessum mánuði

Tveir vilja burt frá Man Utd í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimtar yfir átta milljarða í laun

Heimtar yfir átta milljarða í laun
433Sport
Í gær

Ronaldo og Georgina ræða þetta aldrei – Börnin, viðskipti og heilsa algeng umræðuefni

Ronaldo og Georgina ræða þetta aldrei – Börnin, viðskipti og heilsa algeng umræðuefni
433Sport
Í gær

Halda að skiptin séu nánast klár – Önnur stjarna mætir á svæðið ef planið klikkar

Halda að skiptin séu nánast klár – Önnur stjarna mætir á svæðið ef planið klikkar