fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

Manchester United staðfestir komu Rangnick

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 11:36

Ralf Rangnick / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur staðfest ráðningu sína á Ralf Rangnick sem nú bíður eftir atvinnuleyfi til þess að geta hafið störf.

Rangnick skrifar undir samning til næsta vors en þá færir hann sig á skrifstofu félagsins.

Rangnick tekur við af Ole Gunnar Solskjær sem var rekinn úr starfi fyrir rúmri viku síðan, Michael Carrick hefur stýrt liðinu á meðan samningur við Rangnick var kláraður.

„Ég er spenntur fyrir því að koma til móts við Manchester United og ætla mér að gera mitt besta til að tímabilið verði gott,“ sagði þýski stjórinn sem er 62 ára gamall.

Hann hefur áður starfað hjá RB Leipzig, Hoffefnheim og fleiri liðum. Er hann lærifaðir Jurgen Klopp og Thomast Tuchel sem nú gera það gott á Englandi.

„Það er fullt af hæfileikum í þessum hóp, þarna eru ungir menn og menn með reynslu. Næstu sex mánuði mun ég gera mitt besta til að hjálpa leikmönnum að bæta sig en fyrst og fremst að þeir bæti sig sem lið.“

„Ég er svo spenntur að hjálpa félaginu til lengri tíma sem ráðgjafi.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu allt það besta frá Jack Grealish eftir helgina – Jarðaði liðsfélaga sinn

Sjáðu allt það besta frá Jack Grealish eftir helgina – Jarðaði liðsfélaga sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heldur í vonina um að reyndari leikmenn gefi aftur kost á sér einn daginn

Heldur í vonina um að reyndari leikmenn gefi aftur kost á sér einn daginn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Þór gat ekki valið Aron Einar: „Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar“

Arnar Þór gat ekki valið Aron Einar: „Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fullyrt að Ten Hag sé að kaupa sinn fyrsta leikmann til United

Fullyrt að Ten Hag sé að kaupa sinn fyrsta leikmann til United
433Sport
Í gær

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist