fbpx
Laugardagur 22.janúar 2022
433Sport

Allir voru að deyja úr kulda en stjóri Jóhanns lét það ekki á sig fá

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fresta þurfti leik Burnley og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær en ástæðan var sú að Turf Morr var þakinn snjó.

Það kyngdi niður snjó í Burnley í gær og reyndar víða á Bretlandi sem varð til þess að völlurinn varð óleikfær.

Bæði lið voru mætt á völlinn en aðrir leikir gátu farið fram þrátt fyrir vont veður.

Sean Dyche stjóri Burnley er harður í horn að taka og á meðan allir voru við það að frjósa úr kulda mætti stjórinn geðugi á skyrtunni.

Dyche tók út völlinn og sá fljótt að þarna yrði ekki spilaður fótbolti. Óvíst er hvenær leikurinn fer fram en Jóhann Berg Guðmundsson er kantmaður Burnley.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Halda að skiptin séu nánast klár – Önnur stjarna mætir á svæðið ef planið klikkar

Halda að skiptin séu nánast klár – Önnur stjarna mætir á svæðið ef planið klikkar
433Sport
Í gær

Mistókst að kaupa eigin leikmann

Mistókst að kaupa eigin leikmann