fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Sjáðu myndina: Salah hafði enga þolinmæði fyrir áhorfanda sem ruddist inn á völlinn

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 10:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfandi hljóp inn á völlinn eftir leik Liverpool og Southampton í gær. Hann hljóp með síma að vopni í átt að Mohamed Salah, stjörnu Liverpool. Egyptinn hafði þó engan áhuga á að virða hann viðlits.

Diogo Jota kom Liverpool yfir strax á 2. mínútu í gær með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Andy Robertson.

Jota skoraði annað mark á 32. mínútu. Eftir góða sókn Liverpool skoraði hann, aftur af stuttu færi. Nú var það Mohamed Salah sem átti stoðsendinguna.

Thiago Alcantara átti eftir að bæta við marki í fyrri hálfleik. Það kom á 37. mínútu. Hann átti skot að marki sem fór í varnarmann Southampton og inn. Staðan í hálfleik var 3-0.

Virgil van Dijk bætti við fjórða marki Liverpool á 52. mínútu. Hann skoraði eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. Lokatölur 4-0.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af því þegar áhorfandinn reynir að ná sambandi við Salah. Egyptinn rekur hendina hins vegar út og vill ekkert með hann hafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish
433Sport
Í gær

Athyglisverð mynd kemur fram í sviðsljósið – Átti Manchester United að detta úr leik í gær?

Athyglisverð mynd kemur fram í sviðsljósið – Átti Manchester United að detta úr leik í gær?