fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Fengu nóg í hálfleik og gáfu leikinn – Knattspyrnusambandið gagnrýnt

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 10:00

Níu leikmenn Belenenses í gær. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Belenenses gaf leik sinn gegn Benfica í efstu deildinni í Portúgal í gær í hálfleik. Liðið var ansi undirmannað vegna kórónuveirusmita í herbúðum þess.

Vegna hópsmits í herbúðum Belenenses voru aðeins níu leikmenn liðsins liðtækir í gær. Liðið lék því með tveimur mönnum færra en Benfica.

Sjá einnig: Ástand í Portúgal – Náðu ekki í fullt lið vegna smita en þurftu samt að mæta til leiks

Ekki nóg með það heldur voru tveir leikmannanna markverðir. Annar þeirra þurfti að spila sem útileikmaður.

Þrátt fyrir allt þetta var leiknum ekki frestað. Fyrir það hefur portúgalska knattspyrnusambandið verið gagnrýnt af mörgum.

Staðan í hálfleik var 0-7 fyrir Benfica. Aðeins sjö leikmenn Belenenses mættu til leiks í seinni hálfleik. Það er lágmarksfjöldi sem þarf að hafa til að mega spila leik.

Þegar einn leikmaður Belenenses sagðist ekki geta haldið áfram vegna meiðsla þurfti svo að flauta leikinn af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm
433Sport
Í gær

Dreymir um að komast til Real Madrid

Dreymir um að komast til Real Madrid
433Sport
Í gær

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski