fbpx
Þriðjudagur 17.maí 2022
433Sport

Fengu nóg í hálfleik og gáfu leikinn – Knattspyrnusambandið gagnrýnt

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 10:00

Níu leikmenn Belenenses í gær. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Belenenses gaf leik sinn gegn Benfica í efstu deildinni í Portúgal í gær í hálfleik. Liðið var ansi undirmannað vegna kórónuveirusmita í herbúðum þess.

Vegna hópsmits í herbúðum Belenenses voru aðeins níu leikmenn liðsins liðtækir í gær. Liðið lék því með tveimur mönnum færra en Benfica.

Sjá einnig: Ástand í Portúgal – Náðu ekki í fullt lið vegna smita en þurftu samt að mæta til leiks

Ekki nóg með það heldur voru tveir leikmannanna markverðir. Annar þeirra þurfti að spila sem útileikmaður.

Þrátt fyrir allt þetta var leiknum ekki frestað. Fyrir það hefur portúgalska knattspyrnusambandið verið gagnrýnt af mörgum.

Staðan í hálfleik var 0-7 fyrir Benfica. Aðeins sjö leikmenn Belenenses mættu til leiks í seinni hálfleik. Það er lágmarksfjöldi sem þarf að hafa til að mega spila leik.

Þegar einn leikmaður Belenenses sagðist ekki geta haldið áfram vegna meiðsla þurfti svo að flauta leikinn af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea sýnir Lewandowski áhuga

Chelsea sýnir Lewandowski áhuga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Brast í grát eftir að hafa tekist að uppfylla draum föður síns

Brast í grát eftir að hafa tekist að uppfylla draum föður síns
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Æstur Zlatan braut rúðu og reitti bílstjórann til reiði

Sjáðu myndbandið: Æstur Zlatan braut rúðu og reitti bílstjórann til reiði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rúnar Már yfirgefur rúmensku meistarana

Rúnar Már yfirgefur rúmensku meistarana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn Sean Dyche kynntur sem stjóri Burnley á skýrslu í gær

Rekinn Sean Dyche kynntur sem stjóri Burnley á skýrslu í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndband af Haaland á djamminu um helgina – Klæðnaður hans og gleði vakti athygli

Sjáðu myndband af Haaland á djamminu um helgina – Klæðnaður hans og gleði vakti athygli
433Sport
Í gær

Sjáðu mikilvægt mark Hákons í dag

Sjáðu mikilvægt mark Hákons í dag
433Sport
Í gær

AGF líklega öruggt þrátt fyrir tap – Jón Dagur og Mikael byrjuðu

AGF líklega öruggt þrátt fyrir tap – Jón Dagur og Mikael byrjuðu