fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Vill komast til Real Madrid – Peningar skipta ekki máli

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 12:45

Neymar og Kylian Mbappe. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða Kylian Mbappe hjá Paris Saint-Germain er sú nákvæmlega sama og í ágúst. Þessi 22 ára gamli sóknarmaður er ekkert nær því að skrifa undir nýjan samning við franska stórveldið. Samningur hans rennur út í sumar. AS á Spáni segir frá þessu.

Tíminn er ekki að vinna með PSG en það stefnir í að félagið missi stjörnu sína frítt næsta sumar. Real Madrid hefur mikinn áhuga á leikmanninum.

Spænska félagið bauð 189 milljónir punda í Mbappe síðasta sumar. Parísarfélagið hafnaði tilboðinu þá þrátt fyrir samningsstöðu Frakkans. Leikmaðurinn vildi sjálfur fara í sumar, bæði sín vegna og félagsins, sem hefði fengið háa upphæð fyrir hann.

PSG hefur alltaf verið vongott um að Mbappe skrifi undir. Hann gæti orðið sá launahæsti hjá félaginu. Það skiptir hann þó ekki máli. Hann vill komast til Real Madrid.

Þrátt fyrir að vera ekki tilbúinn til þess að fara í samningsviðræður við PSG þá er samband hans við félagið sagt gott. Hann vill gera allt í sínu valdi til þess að vinna Meistaradeild Evrópu með félaginu í vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur
433Sport
Í gær

Messi bræðurnir sem fóru allir mismunandi leið í lífinu – Einn þeirra hefur ítrekað komist í kast við lögin

Messi bræðurnir sem fóru allir mismunandi leið í lífinu – Einn þeirra hefur ítrekað komist í kast við lögin
433Sport
Í gær

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi