fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
433Sport

Pochettino enn líklegastur en ef það klikkar þá er þessi klár

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Ajax í Hollandi, er maðurinn sem Manchester United mun snúa sér að ef þeim tekst ekki að landa Mauricio Pochettino sem knattspyrnustjóra næsta sumar. Þetta kemur fram í Daily Mail.

Pochettino þykir líklegastur til að taka við Man Utd næsta sumar. Félagið reyndi að fá hann til sín strax á dögunum en félag hans, Paris Saint-Germain, var ekki tilbúið til þess að hleypa honum í burtu þá.

Þess í stað er Man Utd að ráða Ralf Rangnick sem stjóra til bráðabirgða út þessa leiktíð.

Erik Ten Hag / Getty

Ten Hag er sagður mjög áhugasamur um að taka við Man Utd. Ajax myndi ekki standa í vegi fyrir honum ef hann kýs að fara þrátt fyrir að samningur hans í Amsterdam renni ekki út fyrr en 2023.

Man Utd og Ajax eiga í góðu sambandi. Framkvæmdastjóri enska félagsins, Edwin van der Sar, lék á ferli sínum með báðum félögum. Hann spilaði til að mynda lykilrullu í félagaskiptum Donny van de Beek frá Ajax til Man Utd sumarið 2020.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm
433Sport
Í gær

Dreymir um að komast til Real Madrid

Dreymir um að komast til Real Madrid
433Sport
Í gær

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski