fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Víðir segir nóg komið af því að KSÍ kaupi áfengi – „Striki yfir allt slíkt á sín­um veg­um“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu er á þeirri skoðun að KSÍ eigi að taka áfengi af innkaupalista sínum. Skrifar Víðir pistil í blað dagsins í kjölfarið að því að Eiður Smári Guðjohnsen lét af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.

Fjallað var um málefni landsliðsins í gær eftir að Eiður lét af störfum. „Eft­ir að KSÍ upp­lýsti laust fyr­ir miðnættið í fyrra­kvöld að Eiði Smára Guðjohnsen hefði verið sagt upp störf­um sem aðstoðarþjálf­ara fór af stað umræða um veit­ing­ar áfeng­is að lokn­um landsliðsverk­efn­um,“ skrifar Víðir sem hefur ýmsa fjöruna sopið í heimi blaðamennsku.

Hann ræðir einnig atvik þegar Jón Þór Hauksson lét af störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins fyrir rúmum ellefu mánuðum. „KSÍ brenndi sig á slíku hjá kvenna­landsliðinu fyr­ir ári, þegar þáver­andi þjálf­ari þess fór yfir strikið og þurfti í kjöl­farið að segja af sér.“

„Hvort sem þessi upp­sögn teng­ist beint áfeng­isveit­ing­um eft­ir síðasta landsliðsverk­efni eða ekki hlýt­ur að vera komið að því að sam­bandið striki yfir allt slíkt á sín­um veg­um.“

Víðir segir að landsliðsfólk geti tekið ákvörðun um að kaupa sér áfengi en að sambandið sjálft eigi ekki að bjóða upp á slíkt.

„Landsliðsfólk get­ur að sjálf­sögðu fagnað lok­um verk­efna eins og því hent­ar. Alla vega þegar það er yfir lögaldri. En rétt eins og fé­lagið mitt fyr­ir aust­an ætti KSÍ að geta sett strang­ar regl­ur og sýnt for­dæmi með því að taka áfengið af sín­um inn­kaupal­ista.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu