fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Sambandsdeildin: Bodö/Glimt og AZ Alkmaar verma toppsæti fyrir lokaumferðina – Alfons og Albert komu við sögu

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 21:59

Alfons Sampsted / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bodö/Glimt vermir toppsætið í C-riðli þegar ein umferð er eftir í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Alfons Sampsted var í byrjunarliðinu að vanda er liðið vann 2-0 sigur á CSKA Sofia í kvöld. Sondre Fet skoraði fyrra markið á 25. mínútu og Erik Botheim bætti því seinna við á 85. mínútu. Ljóst er eftir leiki kvöldsins að Bodö fer beint í 16-liða úrslit ef liðinu tekst að vinna Zorya í lokaumferðinni.

Tammy Abraham skoraði tvennu er José Mourinho og hans menn í Roma unnu 4-0 sigur á Zorya. Roma er í öðru sæti C-riðils, einu stigi á eftir Bodö/Glimt en Noregsmeistararnir hafa tekið fjögur stig af ítalska liðinu í riðlakeppninni.

Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á í hálfleik CFR Cluj tapaði 2-1 gegn Randers á útivelli. Albert Guðmundsson byrjaði á varamannabekknum er AZ Alkmaar sótti Jablonec heim. Albert kom inn á þegar tólf mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í stöðunni 1-1 en það reyndust lokatölur leiksins. AZ sigrar F-riðil og er því komið áfram í 16 liða úrslit þegar ein umferð er eftir.

Úrslitin í seinni leikjum kvöldsins í Sambandsdeildinni má sjá hér að neðan.

Anorthosis 1 – 0 Gent
1-0 Lazaros Christodoulopoulos  (’27)

Bodö/Glimt 2 – 0 CSKA Sofia
1-0 Sondre Brunstad Fet (’25)
2-0 Erik Botheim (’85)

Jablonek 1 – 1 AZ
1-0 Miloš Kratochvíl (‘7)
1-1 Hakon Evjen (’44)

Maccabi Tel Aviv 0 – 1 LASK
0-1 Sascha Horvath (’89)

Randers 2 – 1 CFR Cluj
1-0 Alhaji Kamara (’68)
1-1 Ciprian Deac (’72)
2-1 Simon Piesinger (’76)

Roma 4 – 0 Zorya
1-0 Carles Perez (’15)
2-0 Nicolo Zaniolo (’33)
3-0 Tammy Abraham (’46)
4-0 Tammy Abraham (’76)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir
433Sport
Í gær

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni
433Sport
Í gær

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir
433Sport
Í gær

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin
433Sport
Í gær

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík