fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Illugi Jökuls skrifar um ótrúlega sögu Messias sem varð að hetju í gær – Vann áður sem sendill

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan vann dramatískan sigur á Atletico Madrid á útivelli í Meistaradeild Evrópu í gær. Junior Messias gerði sigurmark leiksins á 87. mínútu.

Messias stal senunni en saga þessa knattspyrnumanns er í raun mögnuð. Rithöfundurinn, Illugi Jökulsson skrifar um sögu hans á Facebook.

„Ótrúlega óáhugaverð er leiðin sem miðjumaðurinn Junior Messias hefur farið um lífið. Fyrir tíu árum, þegar hann var tvítugur, flutti hann til Ítalíu til bróður síns ásamt konu og nýfæddum syni og fór að vinna sem sendill,“ skrifar Illugi í hópinn Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar.

Getty Images

Hann fer svo yfir sögu drengsins. „Juniori fannst gaman að spila fótbolta og var stundum að dunda sér með áhugamannaliði í Casale Monferrato á Norður-Ítalíu. Hann var alls ekki hæfileikalaus enda hafði hann verið í unglingaliði Cruzeiro í Belo Horizonte heima í Brasilíu áður en hann ákvað að flytja að heiman og helga sig sendilsstörfunum. Þjálfari D-deildarliðsins sem hafði aðsetur í Casale Monferrato fékk hann loks til liðs við sig árið 2015, því honum fannst að sendillinn gæti alveg gagnast í D-deildinni.“

„Junior fannst gaman að fá nokkra aura fyrir að sprikla þetta og í fjögur ár spilaði hann með Casale Monferrato og svo tveim öðrum nágrannaliðum í D-deildinni, það er Chieri og Gozzano. Þegar þarna var komið sögu var Junior orðinn bara ansi góður, enda duglegur að æfa sig, og 2019 datt hann í lukkupottinn þegar þjálfari B-deildarliðsins Crotone kom auga á hann og ákvað að gefa honum séns. Svo Junior Messias ferðaðist eftir endilangri Ítalíu og fór að spila með Crotone suður í Calabríu. Og bittinú, Junior var með öflugustu mönnum Crotone sem tryggði sér annað sætið í Serie B vorið 2020 og því vist í hinni sögufrægu Serie A.“

Junior vakti svo athygli stórliðsins á síðasta ári þegar hann sló í gegn. „Og þótt Crotone gengi illa meðal hinna bestu og félli strax á fyrsta ári aftur niður í Serie B nú í vor, þá virtist Junior Messias alltaf verða betri og betri. Samt kom mjög á óvart þegar þessi þrítugi miðjumaður úr falliði Crotone var fenginn að láni til stórliðsins AC Milan nú í haust, og fáir áttu von að sendillinn fyrrverandi hefði nokkuð að gera á San Siro, og spurning hvort hann mundi yfirleitt nokkuð spila. Hann fékk samt að koma inná smástund í tveim leikjum í október, en nú fyrr í kvöld kom hann svo inn á sem varamaður í mikilvægum Meistaradeildarleik úti gegn Atletico Madrid og haldiði að Junior Messias hafi ekki bara skorað sigurmarkið fyrir AC Milan á 87. mínútu innan um allar stórstjörnurnarnar í liðunum báðum og Diego Simeone ætlaði alveg að tryllast!,“ skrifar Illugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bundesliga: Haaland ekki lengi að skora í endurkomunni – Hoffenheim vann í níu marka leik

Bundesliga: Haaland ekki lengi að skora í endurkomunni – Hoffenheim vann í níu marka leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lokumferðin fór fram í Svíþjóð: Þrír Íslendingar spiluðu – Böðvar fer í umspil

Lokumferðin fór fram í Svíþjóð: Þrír Íslendingar spiluðu – Böðvar fer í umspil
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Enn einu sinni varði Ramsdale frábærlega

Sjáðu myndbandið: Enn einu sinni varði Ramsdale frábærlega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vill komast til Real Madrid – Peningar skipta ekki máli

Vill komast til Real Madrid – Peningar skipta ekki máli
433Sport
Í gær

Sigurjón skammar KSÍ og segir illa komið fram við Eið Smára – „Gerði ekkert sem á að kosta brottrekstur“

Sigurjón skammar KSÍ og segir illa komið fram við Eið Smára – „Gerði ekkert sem á að kosta brottrekstur“
433Sport
Í gær

Sex störf sem atvinnulaus Solskjær gæti horft til

Sex störf sem atvinnulaus Solskjær gæti horft til