fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Ekkert áfengi í boði fyrir stelpurnar undir stjórn Þorsteins

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 08:51

Kvennalandsliðið Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert áfengi verður í boði í landsliðsferðum kvennalandsliðsins á næstunni. Þetta sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari liðsins á fréttamannafundi í gær. Liðið mætir Japan í æfingaleik í Hollandi í kvöld.

Til umræðu var í gær að KSÍ hefði boðið upp á áfengi í ferð karlalandsliðsins í Norður-Makedóníu á dögunum eftir að Eiður Smári Guðjohnsen lét af störfum sem aðstoðarþjálfari liðsins. Brotthvarf Eiðs kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.

„Mér finnst þetta leiðinlegt mál,“ sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins á fundi í gær og Fótbolti.net vitnar til.

Þorsteinn var spurður að því hvort áfengi hefði verið í boði undir hans stjórn hjá stelpunum. „Nei.“

Ekki hefur þó komið til tals að banna alla áfengisdrykkju. „Nei, það hefur bara ekki verið veitt og það verður ekkert. Ekki nema við verðum Evrópumeistarar. Þá skálum við í kampavíni og búið.“

„Það er ekkert áfengi í gangi þannig ég hef svo sem ekkert þurft að banna nokkurn skapaðan hlut. Það hefur aldrei verið rætt en það hefur ekkert verið að veita áfengi og verður ekkert gert nema vonandi skálað í kampavíni 31. júlí,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Í gær

Tómas Þór hitti Carrick skömmu eftir stóru tíðindin – Sjáðu hvað fór þeirra á milli

Tómas Þór hitti Carrick skömmu eftir stóru tíðindin – Sjáðu hvað fór þeirra á milli
433Sport
Í gær

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Í gær

Miðasölugluggi í febrúar fyrir EM næsta sumar

Miðasölugluggi í febrúar fyrir EM næsta sumar
433Sport
Í gær

Arnar Þór vill fá íslenskan aðstoðarmann til að fylla skarð Eiðs Smára

Arnar Þór vill fá íslenskan aðstoðarmann til að fylla skarð Eiðs Smára