fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Pochettino átti neyðarfund með yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar þess að Ole Gunnar Solskjær, var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Manchester United og nafn Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain, skaut upp kollinum í umræðum um næsta knattspyrnustjóra félagsins, átti Pochettino neyðarfund með yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG, Leonardo.

Franski miðilinn L’Equipe greindi frá og segir Pochettino hafa fengið heimsókn frá Leonardo á hótelherbergið sem hann býr í um þessar mundir.

Tilefni heimsóknarinnar var sú að Leonardo vildi taka stöðuna á Pochettino og fá tilfinningu fyrir stöðu hans nú þegar nafn hans er í umræðunni um ráðningu á næsta knattspyrnustjóra Manchester United. Niðurstaðan hafi verið sú að lítil hætta sé á því að Pochettino liggi á að yfirgefa stöðu sína hjá Paris Saint-Germain.

Talið er að Pochettino hafi mikinn áhuga á því að taka við Manchester United þrátt fyrir tilraunir sínar til þess að draga úr slíkum sögusögnum í viðtali í tengslum við þátttöku Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu um þessar mundir.

Michael Carrick stýrði Manchester United í gær er liðið vann góðan 2-0 útisigur á spænska liðinu Villarreal í Meistaradeild Evrópu og tryggði sér um leið sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Í yfirlýsingu um starfslok Solskjærs á dögunum lögðu forráðamenn Manchester United fram áætlun sína. Félagið hyggst ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið og gengið verður frá ráðningu á framtíðar knattspyrnustjóra liðsins fyrir næsta tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Í gær

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Í gær

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu