fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Hödd segir að Eiður eigi ekki að vera í ábyrgðarhlutverki á meðan hann vinnur í sínum málum – „Blöskrar þetta meðvirknisrugl“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill segir að henni blöskri sú meðvirkni sem hún upplifir í viðbrögðum margra við brottrekstri Eiðs Smára Guðjohnsen úr starfi aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Þetta kemur fram í pistli sem Hödd birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hún bendir á að uppákoman í Norður-Makedóníu sé ekki einstakt tilfelli heldur sé um uppsafnaðan vanda að ræða. Hún veltir því fyrir sér hverjar hefðu orðið afleiðingarnar ef hún, sem kona, hefði sýnt af sér sama framferði og sannast hefur á Eið Smára undanfarin misseri:

„Þó svo að ég hafi verið markahæsti leikmaður á Pæjumótinu i Vestmannaeyjum á síðustu öld hafa afrek mín í knattspyrnu ekki orðið fleiri. Gefum okkur samt að ég væri heimsfræg knattspyrnustjarna sem hafi leikið með landsliði okkar Íslendinga og stórum liðum úti í heimi. Skórnir væru nú komnir á hilluna og ég tæki að mér ýmis ábyrgðastörf tengt íslenskri knattspyrnu líkt og að vera aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og væri mikils metinn álitsgjafi og spyrill í sjónvarpi um íþróttina. Sökum þess eins að ég væri mannleg burðaðist ég með bakkus í farteskinu (sem ég sjálf raunverulega geri) og ætti erfitt með að stjórna honum á köflum. Það tæki að berast fólki til eyrna að ég væri oft í annarlegu ástandi víðs vegar um bæinn. Einn daginn mætti ég svo ölvuð í beina íþróttaútsendingu í sjónvarpi og síðar hefði ég girt niður um mig og migið á Ingólfstorgi og verið svo óheppin að það atvik náðist á myndband. Ég þori nánast að hengja mig upp á það að uppsagnarbréfin hefðu verið fljót að berast mér og ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda um hvernig útreiðin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum hefði verið. Því ég er jú kvenmaður.“

Hödd bendir síðan á að Eiði Smára hafi verið sagt upp vegna brots sem hann hafi framið eftir að hann hafði fengið áminningu og eftir að hann hafði heitið því að vinna í sínum málum. Viðbrögð margra við fréttunum einkennist af fráleitri meðvirkni:

„Í gær var tekin ákvörðun um að segja Eiði Smára Guðjohnsen upp störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins eftir að hafa verið nýlega drukkinn í ferð með landsliðinu erlendis. Atvikið gerðist eftir að hann hafði fengið áminningu í starfi og hann sjálfur lýst því yfir opinberlega að hann ætlaði að gera eitthvað í sínum málum. Víðsvegar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum má í dag svo sjá meðvirkni margra landsmanna. Stjórn KSÍ og aðalþjálfari landsliðsins eru úthrópuð sem svikarar og þeim gefið að sök að hafa fellt Eið með því að áfengi var á boðstólum í ferðinni. Mér hreinlega blöskrar þetta meðvirknisrugl því miðað við það sem knattspyrnumönnum íslenska landsliðsins hefur að undanförnu verið gefið að sök þá væri allt eins hægt að gera knattspyrnusambandið ábyrgt ef leikmaður sem hefði orðið uppvís að því leggja hendur á konu sína fengi boð um að taka hana með sér á fögnuð á vegum sambandsins og gengi í skrokk á henni þar.“

Hödd tekur fram að fólk beri Eiði Smára vel söguna og að hann sé maður sem þjóðin geti verið stolt af. Það henti honum hins vegar ekki að vera í ábyrgðarhlutverki á meðan hann vinnur í sínum málum:

„Ég þekki Eið Smára ekkert fyrir utan að hafa spilað við hann fótbolta þegar ég var sjö ára gömul í Álfatúninu. Þeir einstaklingar sem við þekkjum sameiginlega bera honum allir virkilega vel söguna og það getur enginn sagt annað en að hann er maður sem við landmenn eigum að vera stolt af. Eiður er samt mannlegur og eftir allar þær oft réttmætu árásir sem hafa dunið á KSÍ undanfarið ætla ég að hætta mér í að lýsa yfir þeirri skoðun minni að loksins virðist sambandið ætla að standa í lappirnar, hætta meðvirkninni og taka ábyrgð. Eiði er held ég enginn greiði gerður með að vera haldið í þessu ábyrgðarhlutverki á meðan hann tekst á við sitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta
433Sport
Í gær

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari
433Sport
Í gær

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt