fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Frábær sigur Chelsea – Barcelona í hættu

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 22:02

Callum Hudson-Odoi og Reece James

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum er nýlokið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

E-riðill

Barcelona 0-0 Benfica

Barcelona og Benfica gerðu markalaust jafntefli á Nývangi.

Úrslitin þýða að Barcelona er í öðru sæti riðilsins fyrir lokaumferðina með 7 stig, 8 stigum á eftir toppliði Bayern Munchen. Benfica er í þriðja sæti með 5 stig. Dynamo Kyiv er svo á botni riðilsins með 1 stig.

Barcelona mætir Bayern Munchen á útivelli í næstu umferð og á því í töluverðri hættu á að falla úr leik. Benfica vann fyrri leik sinn gegn Barcelona svo sigur gegn Dynamo myndi duga þeim áfram á meðan Barca vinnur ekki gegn Bayern.

F-riðill

Young Boys 3-3 Atalanta

Young Boys og Atalanta gerðu dramatíkst 3-3 jafntefli í Sviss.

Duvan Zapata kom gestunum yfir á 10. mínútu en Jordan Siebatcheu jafnaði fyrir Young Boys um fimm mínútum fyrir leikhlé.

Snemma í seinni hálfleik kom Jose Luis Palomino Atalanta aftur yfir. Á 80. mínútu jafnaði Vincent Sierro fyrir heimamenn og stuttu síðar voru þeir komnir yfir með marki Silvan Hefti. Luis Muriel bjargaði þó stigi fyrir Atalanta á 88. mínútu.

Manchester United er á toppi riðilsins með 10 stig og er komið áfram fyrir lokaumferðina. Villarreal er í öðru sæti með 7 stig, Atalanta með 6 stig og Young Boys með 4 stig.

G-riðill

Sevilla 2-0 Wolfsburg

Sevilla vann 2-0 sigur á Wolfsburg með mörkum frá Joan Jordan á 13. mínútu og Rafa Mir í uppbótartíma.

Lille 1-0 Salzburg

Lille vann Salzburg á heimavelli. Eina mark leiksins skoraði hinn funheiti Jonathan David eftir rúman hálftíma leik.

Lille er á toppi riðilsins með 8 stig, Salzburg er í öðru sæti með 7 stig, Sevilla í þriðja sæti með 6 og Wolfsburg í fjórða sæti með 5.

H-riðill

Chelsea 4-0 Juventus

Chelsea valtaði yfir Juventus, 4-0. Trevoh Chalobah gerði eina mark fyrri hálfleiks á 25. mínútu. Reece James bætti við marki með frábæru skoti á 56. mínútu. Stuttu síðar var Callum Hudson-Odoi búinn að gera út um leikinn fyrr Chelsea. Timo Werner bætti fjórða markinu svo við í blálokin.

Malmö 1-1 Zenit

Malmö var óheppið með að ná ekki í sigur gegn Zenit. Svíarnir komust yfir á 28. mínútu með marki Soren Rieks. Í uppbótartíma jafnaði Yaroslav Rakitsky hins vegar muninn fyrir Zenit.

Chelsea er á toppi riðilsins með 12 stig, eins og Juventus. Zenit er í fjórða sæti með 4 stig og Malmö á botninum með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Í gær

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Í gær

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir