fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Gerrard fljótur að herða tökin – Búinn að banna ýmsilegt hjá Aston Villa

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 10:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa, fékk draumabyrjun með liði sínu um síðustu helgi er liðið vann sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni. Fyrir leikinn hafði Aston Villa tapað fimm leikjum í röð og því er sigurinn kærkominn.

Það er ekki langt síðan að Gerrard tók við sem knattspyrnustjóri hjá félaginu en hann er strax farin að herða tökin, beita valdi sínu og koma á aga.

Knattspyrnustjórinn ungi hefur til að mynda, samkvæmt heimildum The Sun, bannað leikmönnum að fá sér gosdrykki, tómatsósu, búðing og heitt súkkulaði á æfingasvæðinu, eitthvað sem hefur staðið til boða hjá fyrirrennara hans hjá félaginu.

Þessi stefnubreyting hjá Aston Villa minnir mikið á ákvarðanir sem Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham tók þegar að hann tók við stjórn félagsins á dögunum. Conte ákvað að banna notkun tómatsósu og majóness á æfingasvæðinu.

Aston Villa situr í 15 .sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með 13 stig. Næsti leikur liðsins er á laugardaginn næstkomandi er liðið heimsækir Crystal Palace á Selhurst Park í Lundúnum.

Gerrard tók við Aston Villa fyrr í mánuðinum og kom þar inn í staðinn fyrir Dean Smith sem hafði verið rekinn. Gerrard hefur undanfarin ár stýrt skoska liðinu Rangers við góðan orðstír og tókst meðal annars að gera liðið að skoskum meisturum á síðasta tímabili er liðið komst taplaust í gegnum tímabilið.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir
433Sport
Í gær

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni
433Sport
Í gær

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir
433Sport
Í gær

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin
433Sport
Í gær

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík