fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Woodward ætlar að hætta við að hætta eftir að Solskjær var rekinn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 11:30

Ed Woodward ,framkvæmdastjóri Manchester United/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ed Woodward stjórnarformaður Manchester United skoðar það nú að hætta við að hætta í bili. Ástæðan er sú að hann vill hjálpa til við að finna næsta stjóra félagsins.

Stjórnarformaðurinn greindi frá því í vor að hann ætlaði að hætta á þessu tímabili. Hann hefur nú ákveðið að bíða með það.

Woodward er mjög umdeildur í starfi en hann hefur traust frá Glazer fjölskyldunni sem á félagið.

Woodward ætlaði að hætta undir lok árs en Sky Sports segir að nú séu teikn á lofti um að hann verði áfram í starfi.

Ole Gunnar Solskjær var rekinn úr starfi í gær en United vill fá Mauricio Pochettinho til að taka við til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche