fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Hjörvar skellir fram kenningu um að ítalska-leiðin sé að virka fyrir Íslendinga

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 12:30

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi íslenskra knattspyrnumanna hefur á síðustu árum farið til Ítalíu. Íslendingaæði hefur verið hjá ítölskum félögum og var það til umræðu hjá Dr. Football í gær.

Hjörvar Hafliðason sem er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í knattspyrnu efast um hvort ítalska leiðin sé að virka fyrir Íslendinga.

„Ég ætla að leyfa mér að kalla þetta ítölsku leiðina, það eru mjög margir íslenskir fótboltamenn farnir að fara til Ítalíu. Getið þið nefnt mér dæmi þar sem ítalska leiðin hefur virkað? Ég er ekki að tala um Emil Hallfreðsson eða Birki Bjarnason,“ sagði Hjörvar í vinsælum þætti sínum í gær.

Andri Fannar Baldursson sem er í eigu Bologna var til umræðu en hann fór til félagsins árið 2019. Hann var svo lánaður til FCK í Danmörku í sumar.

„Ég er að tala um þessa nýju sprengju eftir að Andri Fannar fór til Bologna, fjórir Íslendingar hjá Bologna. Það eru nokkrir hjá Venezia og Lecce. Það er enginn að spila eða gera neitt.“

„Ég hef ekki séð hvort þeir hafa bætt sig, Andri Fannar fór ungur út og hefur alveg bætt sig. Það má setja það í efa að það hafi virkað fyrir hann,“ sagði Hjörvar.

Jóhann Már Helgason segir það vonbrigði hvernig Íslendingum gengur á Ítalíu. „Andri fékk skrefið til FCK, af þessum leikmönnum sem fóru þangað núna. Óttar Magnnús, Brynjar Ingi og Arnór Sig. Enginn af þeim hefur gert neitt, Óttar Magnús fór í þriðju deild. Enginn með alvöru mínútur í efstu deild.“

Einnig er mikið af ungum Íslendingum hjá ítölskum félögum en lítið heyrist. „Maður heyrir ekkert af þessum gaurum, getur verið að þetta ítalsk æði virki ekki.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir
433Sport
Í gær

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni
433Sport
Í gær

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir
433Sport
Í gær

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin
433Sport
Í gær

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík