fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Eru tvær af stjörnum landsliðsins að koma heim? „Er Lagerback að koma líka“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir af dáðustu framherjum í sögu Íslands eru orðaðir við Íslands og bikarmeistara Víkings í knattspyrnu. Kom það fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson væru á óskalista liðsins.

Samningur Kolbeins við IFK Gautaborg er á enda í lok árs og er óvíst hvaða skref Kolbeinn tekur á ferli sínum. Hann hefur ekki komið við sögu hjá IFK Gautaborg síðustu mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð.

Jón Daði Böðvarsson hefur ekki spilað fótbolta um langt skeið, fær hann enginn tækifæri hjá Milwall á Englandi.

„Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti þetta, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa áhuga á að taka slaginn í Meistaradeildinni með Víkingum,“ sagði Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþætti sínum í gær.

Jóhann Már Helgason sló þá á létta strengi og sagði. „Er Lars Lagerback að koma í teymið líka,“ sagði Jóhann en Kolbeinn og Jón Daði byrjuðu alla leiki Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi undir stjórn Lagerback og Heimis Hallgrímssonar.

„Maður er alltaf að vona að Kolbeinn eigi eitthvað inni í sér, ég ætla að taka þessu með fyrirvara til að byrja með,“ sagði Jóhann.

Albert Brynjar Ingason telur ekki ólíklegt að Kolbeinn taki einn snúning með uppeldisfélagi sínu. „Maður hugsar að Jón Daði eigi eitthvað inni, Kolii er hugsanlega að hætta. Þetta er kannski næsta lending að taka smá hérna,“ sagði Albert.

Kolbeinn er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen en Jón Daði Böðvarsson átti mörg frábær ár með liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“