fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Tómas Þór segir: „Þeir eru að borga Hannnesi milljónir fyrir að gera ekkert“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 09:24

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson stjórnandi útvarpsþáttarins Fótbolta.net á X977 telur að Hannes Þór Halldórsson fari í KR eða hætti í fótbolta.

Hannes samdi um starfslok við Val í síðustu viku en Tómas segir ljóst að stjórnarmenn á Hlíðarenda hafi þurft að millifæra nokkrar milljónir inn á Hannes.

Valur hafði fengið Guy Smith til félagsins og því var framtíð Hannesar í óvissu, pillur gengu manna á milli í fjölmiðlum og að lokum var samið um starfslok.

„Það er ljóst að miðað við það sem maður hefur heyrt hvað Hannes var með í laun – sem var jafnmikið og hann átti skilið fyrir það sem hann hefur gert á sínum ferli og líka fyrir Val – að þetta hefur verið fjandi góð summa út í buskann fyrir Val. Þeir eru að borga honum einhverjar milljónir fyrir að gera ekkert,“ sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

Talað hefur verið um að Hannes hafi verið 1,4 milljón á mánuði hjá Val en hann átti ár eftir af samningi sínum á Hlíðarenda.

Hannes kvaðst í síðustu viku meðvitaður um áhuga Leiknis sem er hann uppeldisfélag, Tómas telur ansi litlar líkur á því að Hannes fari þangað og segir. „Já, en mjög litlar líkur á því. Ég held að hann hætti eða fari í KR,“ svaraði Tómas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir
433Sport
Í gær

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni
433Sport
Í gær

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir
433Sport
Í gær

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin
433Sport
Í gær

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík