fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
433Sport

Gunnar hafði litla sem enga trú á Birki en segir í dag – „Mikið sem ég hafði rangt fyr­ir mér“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Már Sævarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið. Hann tilkynnti þetta eftir tap gegn Norður-Makedóníu

Hinn 37 ára gamli Birkir lék 103 A-landsleiki á ferlinum. Hann er þriðji leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi á eftir þeim Birki Bjarnasyni og Rúnari Kristinssyni.

Gunnar Egill Daníelsson blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar um Birki í blaði dagsins. Hann hafði litla sem enga trú á honum þegar hann sá til hans með Val árið 2007.

„Ég viður­kenni fús­lega að ég gat ekki séð fyr­ir að það yrði raun­in þegar Birk­ir Már var að gera sig gild­andi með Val hér heima og lék sinn fyrsta lands­leik árið 2007. Mér þótti ekki mjög mikið til hans koma fyrstu árin hans með landsliðinu. Jú hann var fljót­ur en ég sá ekki mikið meira í hans leik,“ skrifar Gunnar í Morgunblað dagsins.

Gunnar sér það í dag að hann hafði rangt fyrir sér enda hefur Birkir átt magnaðan feril bæði sem atvinnumaður og með landsliðinu.

„Mikið sem ég hafði rangt fyr­ir mér! Fyr­ir mér er Birk­ir Már tví­mæla­laust besti hægri bakvörður í sögu karla­landsliðsins. Áreiðan­legri leikmaður er vand­fund­inn; ávallt var hægt að treysta á góða frammistöðu frá hon­um á ótrú­legu gull­ald­ar­skeiði landsliðsins.“

„Það er ekki á hvers manns færi að vera með Li­o­nel Messi, besta knatt­spyrnu­mann sög­unn­ar, í vas­an­um en Birk­ir Már lét það líta út fyr­ir að vera auðvelt á HM 2018. Hann er mjög gott dæmi um „late bloomer“ þar sem hann hélt áfram að bæta sinn leik, á öll­um sviðum, vel inn á fer­tugs­ald­ur­inn. Magnaður karakt­er hans hef­ur þar ef­laust haft mikið að segja.“

Birkir sem eins og fyrr segir kveður nú landsliðið eftir magnaðan feril en hann mun áfram spila fyrir Val.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Tveir handteknir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kláruðu sitt á laugardaginn og stungu af um kvöldið – Stjörnufár á flugvellinum í Manchester

Kláruðu sitt á laugardaginn og stungu af um kvöldið – Stjörnufár á flugvellinum í Manchester
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Taka hart á stuðningsmönnum sem henda hlutum inn á völlinn – Þrír hið minnsta verið handteknir eftir leiki helgarinnar

Taka hart á stuðningsmönnum sem henda hlutum inn á völlinn – Þrír hið minnsta verið handteknir eftir leiki helgarinnar
433Sport
Í gær

Zlatan hvetur Mbappe til þess að yfirgefa PSG

Zlatan hvetur Mbappe til þess að yfirgefa PSG
433Sport
Í gær

Tuchel segir Lukaku skorta sjálfstraust – „Framherjar eru viðkvæmnir“

Tuchel segir Lukaku skorta sjálfstraust – „Framherjar eru viðkvæmnir“