fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Ólga í Keflavík eftir að Natasha fór og labbaði beint í landsliðið – „Ég þurfti að róa mitt fólk“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Natasha Moraa Anasi er í landsliðshópi Íslands sem mætir Kýpur í undankeppni HM í þessum mánuði. Natasha gekk í raðir Breiðabliks frá Keflavík á dögunum.

Natasha, sem er þrítug, kom til Breiðabliks frá Keflavík þar sem hún hefur verið fyrirliði síðustu ár. Hún kom fyrst til landsins til að spila með ÍBV árið 2014 og hefur verið hér síðan og fest rætur.

Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur árum og hefur þegar spilað tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Komu þeir landsleikir á síðasta ári þegar Jón Þór Hauksson var þjálfari liðsins.

Valið á Natasha var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. „Síminn fór á fleygiferð um helgina, sem gerist ekki oft. Steini Halldórs var að velja landsliðshóp og ég veit hversu gegnheill gæi Steini er í þessum bransa,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi þáttarins.

Hjörvar segir að Keflvíkingar séu ekki sáttir að um leið og Natasha sé mætt í Breiðablik þá fái hún kallið í landsliðið. Þorsteinn Halldórsson sem stýrir landsliðinu hætti með Breiðablik snemma á árinu til að taka við landsliðinu.

„Leikmaður Keflavíkur sem hafði verið þar lengi, henni gekk vel þar og skipti yfir í Breiðablik. Beint í landsliðið, ég þurfti að róa mitt fólk á Suðurnesjunum. Keflvíkingar vilja meina að þetta hafi verið þannig ´Þú kemur í Breiðablik og verður valin í landsliðið´. Þeir eru ekki sáttir, ég sagði að mér þætti þetta mjög ólíklegt,“ sagði Hjörvar.

Umræðuna má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Í gær

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Í gær

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche