fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
433Sport

Hemmi Hreiðars baðst undan því að mæta Í U21 verkefnið – Óli Kristjáns stökk til

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins er ekki með liðinu í verkefninu sem nú er í gangi. Vakti það athygli þegar nafn hans var ekki á skýrslu í sigri liðsins gegn Liechtenstein.

Í stað Hermanns var mættur Ólafur Kristjánsson sem var sagt upp hjá Esbergj í Danmörku í vor. Ólafur hefur skoðað næstu skref sín á ferlinum síðustu mánuði.

Hermann sem var ráðinn í starfið í sumar átti ekki heimangengt en hann var ráðinn þjálfari ÍBV í efstu deild karla á dögunum. Óvíst er hvort hann haldi áfram með U21 árs liðið.

Ólafur Kristjánsson.

„Það var mikið að gera hjá Hermanni og hann baðst undan þessari ferð. Við eigum eftir að fara betur yfir hlutina með honum og framhaldið,“ sagði Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ í samtali við 433.is.

Knattspyrnusambandið heyrði þá í Ólafi sem var fljótur að stökkva á tækifærið. „Óli var mjög spenntur fyrir þessu og stökk til.“

U21 liðið mætir Grikklandi á útivelli á morgun en liðið vann góðan sigur á Liechtenstein á föstudag. Davíð Snorri Jónasson er þjálfari liðsins en hann getur vafalítið nýtt sér reynslu og þekkingu Ólafs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spænski boltinn: Real Madrid kom til baka og náði jafntefli

Spænski boltinn: Real Madrid kom til baka og náði jafntefli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka
433Sport
Í gær

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?
433Sport
Í gær

Segir að Hazard vilji fara til Aston Villa

Segir að Hazard vilji fara til Aston Villa
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Afar slæmt samstuð í úrvalsdeildinni – Blóð fossaði úr andliti Jensen

Sjáðu myndirnar: Afar slæmt samstuð í úrvalsdeildinni – Blóð fossaði úr andliti Jensen
433Sport
Í gær

Stórsigur hjá Birki og Balotelli – Aron og Rúnar í tapliðum

Stórsigur hjá Birki og Balotelli – Aron og Rúnar í tapliðum