fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Valsmenn eyða færslu sinni og biðja Hannes afsökunar – „HANNES ÞÓR HALLDÓRSSON REKINN!!“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttin hefur verið uppfærð:

Valsmenn hafa eytt færslu sinni sem birt var á Twitter síðu félagsins þar sem fullyrt var að Hannes Þór Halldórsson hefði verið rekinn frá félaginu.

„Þetta var misheppnað grín á milli sjálfboðaliða sem voru að gera þetta, þetta er ömurlegt. Það er búið að biðja Hannes afsökunar á þessu,“ sagði Sigurður Kristinn Pálsson framkvæmdarstjóri Vals í samtali við 433.is.

Er þetta þvert á yfirlýsingu félagsins og það sem Hannes Þór Halldórsson segir í einkaviðtali við 433.is.

Meira:
Hannes Þór um endalokin á Hlíðarenda „Þarf að melta stöðuna og tek næstu vikur í það“

Færslan stóð á Twitter í um fimm mínútur en þar var fyrirsögnin. „HANNES ÞÓR HALLDÓRSSON REKINN!!“

Merktir við færsluna voru nokkrir fjölmiðlar en þar á meðal var RÚV og Morgunblaðið.

Hannes og Valur náðu samkomulagi um starfslok í dag. „Ég held að staðan hafi verið þannig, það var bara ein leið út úr þessu. Báðir aðilar fundu það, við fórum að ræða þennan möguleika og þetta var niðurstaðan sem komumst að,“ segir Hannes Þór í viðtali við 433.is um málið.

Hannes gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2019, það tímabil reyndist öllum í Val erfitt og Hannesi þar á meðal. Sumarið 2020 varð Valur Íslandsmeistari og var Hannes besti markvörður deildarinnar. Sumarið 2021 var svo erfitt á Hlíðarenda en Hannes var jafn besti leikmaður liðsins og einn allra besti markvörður deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa

Gerrard hefur átt samtal við Suarez sem íhugar að ganga til liðs við Aston Villa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar

Xavi segir Dembele þurfa að skrifa undir nýjan samning annars verði hann seldur í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir

Gefur lítið fyrir afsakanir Tuchel um að leikmenn Chelsea séu þreyttir
433Sport
Í gær

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni

Fastagestur stuðningsmannarásar dæmdur í þriggja ára fangelsi – Sat fyrir um, réðst á og rændi fyrrum kærustu sinni
433Sport
Í gær

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir

Wembley flutti stuðningsmönnum sínum sorgarfréttir
433Sport
Í gær

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin

Ronaldo greinir frá markmiðum sínum fyrir næstu árin
433Sport
Í gær

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík

Davíð Snær á leið í Ítalíu ævintýri – Seldur frá Keflavík