fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Sjáðu byrjunarlið Íslands gegn Rúmenum: Þrjár breytingar – Birkir jafnar leikjametið

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 18:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætir Rúmeníu ytra í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Leikurinn er liður í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fram fer árið 2022. Byrjunarlið Íslands í leiknum hefur verið tilkynnt.

Þrjár breytingar eru gerðar á liðinu frá síðasta leik gegn Liechtenstein. Ari Freyr Skúlason, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen koma inn í liðið fyrir þá Guðmund Þórarinsson, Þóri Jóhann Helgason og Viðar Örn Kjartansson.

Birkir Bjarnason jafnar leikjamet Rúnars Kristinssonar með landsliðinu í kvöld. Hann leikur sinn 104. leik.

Ísland er í fimmta sæti undanriðilsins með 8 stig. Liðið er 5 stigum á eftir Rúmenum sem eru í öðru sæti, umspilssæti. Möguleiki Íslands á að hafna í öðru sæti riðilsins er sáralítill. Ef Norður-Makedónar vinna leik sinn gegn Armenum sem nú stendur yfir er Ísland endanlega úr leik í baráttunni. Staðan er 2-0 fyrir Norður-Makedóna þegar seinni hálfleikur er um það bil hálfnaður.

Byrjunarlið Íslands

Elías Rafn Ólafsson – Alfons Sampsted, Brynjar Ingi Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Ari Freyr Skúlasson – Ísak Bergmann Jóhannesson, Birkir Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson – Albert Guðmundsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti

Íþróttavikan hefur göngu sína í kvöld – Gummi Ben gestur í fyrsta þætti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Í gær

Tómas Þór hitti Carrick skömmu eftir stóru tíðindin – Sjáðu hvað fór þeirra á milli

Tómas Þór hitti Carrick skömmu eftir stóru tíðindin – Sjáðu hvað fór þeirra á milli
433Sport
Í gær

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Í gær

Miðasölugluggi í febrúar fyrir EM næsta sumar

Miðasölugluggi í febrúar fyrir EM næsta sumar
433Sport
Í gær

Arnar Þór vill fá íslenskan aðstoðarmann til að fylla skarð Eiðs Smára

Arnar Þór vill fá íslenskan aðstoðarmann til að fylla skarð Eiðs Smára