fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Misheppnaður einkahúmor sjálfboðaliða ástæðan fyrir færslu um að Hannes hefði verið rekinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 17:22

Hannes Þór Halldórsson, er ein skærasta stjarnan í sögu íslenska fótboltans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna færslu sem félagið setti á Twitter um starfslok Hannesar Halldórssonar hjá félaginu. Er ástæðan sögð vera misheppnaður einkahúmor sjálfboðaliða

Á Twitter var fullyrt að Hannes hefði verið rekinn frá félaginu en er það fjarri sannleikanum.

Meira:
Valsmenn eyða færslu sinni og biðja Hannes afsökunar – „HANNES ÞÓR HALLDÓRSSON REKINN!!“

Yfirlýsing Vals.
Misheppnaður einkahúmor sjálfboðaliða um starfslok Hannesar Þór Hallsórssonar voru birt fyrir mistök á facebook síðu Valur fótbolti. Þessi fyrirsögn lýsir á engan hátt starfslokum Hannesar hjá Val sem voru í mesta bróðerni.

Valur fótbolti hefur haft samband við Hannes Þór og beðist afsökunar, jafnframt biðjum við alla aðra hluðaðeigandi velvirðingar.

Meira:
Hannes Þór um endalokin á Hlíðarenda „Þarf að melta stöðuna og tek næstu vikur í það“

Færslan stóð á Twitter í um fimm mínútur en þar var fyrirsögnin. „HANNES ÞÓR HALLDÓRSSON REKINN!!“

Merktir við færsluna voru nokkrir fjölmiðlar en þar á meðal var RÚV og Morgunblaðið.

Hannes og Valur náðu samkomulagi um starfslok í dag. „Ég held að staðan hafi verið þannig, það var bara ein leið út úr þessu. Báðir aðilar fundu það, við fórum að ræða þennan möguleika og þetta var niðurstaðan sem komumst að,“ segir Hannes Þór í viðtali við 433.is um málið.

Hannes gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2019, það tímabil reyndist öllum í Val erfitt og Hannesi þar á meðal. Sumarið 2020 varð Valur Íslandsmeistari og var Hannes besti markvörður deildarinnar. Sumarið 2021 var svo erfitt á Hlíðarenda en Hannes var jafn besti leikmaður liðsins og einn allra besti markvörður deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val