fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
433Sport

Hannes Þór um endalokin á Hlíðarenda „Þarf að melta stöðuna og tek næstu vikur í það“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 16:25

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur og Hannes Þór Halldórsson hafa samið um starfslok. Koma þessi tíðindi mörgum á óvart enda er Hannes besti markvörður í sögu Íslands og frammistaða hans með Val verið framúrskarandi síðustu ár.

Hannes gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2019, það tímabil reyndist öllum í Val erfitt og Hannesi þar á meðal. Sumarið 2020 varð Valur Íslandsmeistari og var Hannes besti markvörður deildarinnar. Sumarið 2021 var svo erfitt á Hlíðarenda en Hannes var jafn besti leikmaður liðsins og einn allra besti markvörður deildarinnar.

Framtíð Hannesar hefur verið til umræðu í fjölmiðlum síðustu vikur eftir að ljóst var að félagið hefði fengið Guy Smit til félagsins. Hannes fékk þau skilaboð frá Heimi Guðjónssyni að hann mætti yfirgefa félagið og nú er það raunin.

„Ég held að staðan hafi verið þannig, það var bara ein leið út úr þessu. Báðir aðilar fundu það, við fórum að ræða þennan möguleika og þetta var niðurstaðan sem komumst að,“ segir Hannes Þór í viðtali við 433.is um málið.

Hannes talar hreint út um það að hann átti alls ekki von á því að þetta yrði staða hans þegar tímabilið var á enda í lok september. „Það er alveg rétt, þetta er staða sem ég bjóst aldrei við að lenda í. Ég hef þurft að melta hana og átta mig á. Þetta er eins og annað, maður jafnar sig á þessu, þetta er eitthvað sem ég þarf að kyngja og geri það bara.“

Eins og fyrr segir var Hannes öflugur á milli stanganna í sumar. „Eins og ég segi, þá er þetta staða sem ég átti ekki von á að kæmi upp. Spilamennskan er ein af ástæðum fyrir því, ég reiknaði aldrei með að þetta yrði staðan.“

Getty Images

Hver er ástæðan?

Forráðamenn Vals og þjálfarar hafa ekki viljað ræða ástæðu þess að þessi besti markvörður Íslands var ekki lengur í plönum félagsins. „Það er ýmislegt sem við höldum á milli okkar og ég ætla ekki að fara í vangaveltur um þetta,“ sagði Hannes um ástæðurnar sem Valur gaf honum þegar samið var um starfslok.

Hannes er vitanlega ósáttur með hvernig málið þróaðist í byrjun en segir málið hafa lokum verið leyst á jákvæðan hátt fyrir alla aðila. „Ég lét í mér heyra og ég held að fólk hafi heyrt mína skoðun á þessu, það hefði verið hægt að standa öðruvísi að þessu. Þetta fór sinn veg,  þegar aðeins var liðið frá þessu leystum við þetta á jákvæðan hátt úr því sem komið var.“

Eftir þrjú ár í Val hefur Hannes eignast marga góða vini í félaginu. „Ég á mikið af vinum þarna í liðinu og ég vona að þeim gangi allt í haginn. Ég átti góð ár á Hlíðarenda þar sem við náðum að verða Íslandsmeistarar. Þetta er ekki endirinn sem ég bjóst við, ég hefði viljað halda áfram. Ég á marga góða vini þarna og vona að þeim gangi vel,“ segir markvörðurinn snjalli.

Hannes Þór Halldórsson, er ein skærasta stjarnan í sögu íslenska fótboltans.

Gæti hætt en það er ekki öruggt:

Hannes er 37 ára gamall, eftir farsælan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu gæti verið komið að endalokum. Hann ætlar að hugsa málið næstu vikurnar og skoða kosti sína.

„Það á eftir að koma í ljós hvað ég geri, ég þarf að skoða hvaða kostir verða í stöðunni. Hvernig tilfinningu ég hef fyrir því, það hefur verið í fréttum að Leiknir hefur áhuga Ég hef heyrt af því, svo eru lið vel mönnuð í þessari stöðu. Ég þarf að melta stöðuna og tek næstu vikurnar í það. Ég ætla að sjá hvernig landið liggur og hvernig hausinn á mér er varðandi það að halda áfram,“ sagði Hannes að lokum við 433.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Tveir handteknir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum
433Sport
Í gær

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius
433Sport
Í gær

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka
433Sport
Í gær

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði
433Sport
Í gær

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford
433Sport
Í gær

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?