fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Einkunnir eftir besta leik Íslands undir stjórn Arnars – Elías Rafn bestur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 21:38

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmenía og Ísland gerðu markalaust jafntefli í undankeppni HM karla 2022 í kvöld. Leikið var ytra. Ísland byrjaði leikinn betur og var meira með boltann. Það vantaði þó upp á færasköpun á köflum í fyrri hálfleik. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Brynjar Ingi Bjarnason þegar boltinn barst fyrir fætur hans eftir hornspyrnu. Hann skaut hins vegar yfir af stuttu færi.

Rúmenar tóku aðeins við sér þegar leið á fyrri hálfleik. Hætta skapaðist nokkrum sinnum fyrir framan mark Íslands eftir hornspyrnur. Besta færi Rúmena í hálfleiknum kom eftir eina slíka. Þá fór boltinn af Alin Tosca og yfir mark Íslands.

Íslenska liðið gerði sig þó líklegt til að skora í tvígang undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst gerði Albert Guðmundsson virkilega vel áður en hann átti skot framhjá marki heimamanna rétt fyrir framan vítateigslínu. Birkir Bjarnason fékk svo afbragðs færi stuttu síðar inn á teig Rúmena en Tosca kom til bjargar.

Staðan í hálfleik var markalaus. Frammistaða íslenska liðsins í hálfleiknum var heilt fyrir góð og hefði það hæglega getað farið með forystu inn í leikhlé. Seinni hálfleikur var fremur rólegur. Þegar leið á hann færðu Rúmenar sig framar á völlinn, enda að meira að keppa fyrir þá en Ísland. Ianis Hagi komst langnæst því að skora fyrir þá á 85. mínútu þegar skot hans fyrir utan teig fór í innanverða stöngina á marki Íslands.

Inn vildi þó boltinn ekki, lokatölur 0-0 í Rúmeníu. Úrslitin þýða að Rúmenía er í þriðja sæti, stigi á eftir Norður-Makedóníu sem er í umspilssætinu fyrir lokaumferðina. Rúmenía mætir Liechtenstein í lokaumferðinni á meðan Norður-Makedónía mætir Íslandi.

Ísland er í fimmta sæti en gæti endað í fjórða sæti riðilsins með sigri gegn Norður-Madedónum. Um var að ræða bestu frammistöðu Íslands undir stjórn Arnars Viðarssonar í keppnisleik, jákvæð teikn á loti.

Einkunnir eru hér að neðan.

Elías Rafn Ólafsson 7 – Maður leiksins
Öruggur í öllum sínum aðgerðum og virðist ætla að eigna sér stöðuna til framtíðar.

Alfons Sampsted 6
Fínir sprettir inni á milli.

Brynjar Ingi Bjarnason 6
Þokkaleg frammistaða Brynjars en vantar örlitla leikæfingu.

Daníel Leó Grétarsson 5
Hefur átt fína innkomu í landsliðið og var ágætur í kvöld.

Ari Freyr Skúlasson (´15)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Ísak Bergmann Jóhannesson (90) 5
Komst sáralítið í boltann sem var miður

Birkir Bjarnason 5
Á hálfgerðu skokki allan leikinn, tankurinn virðist tæmast hægt og rólega

Stefán Teitur Þórðarson (´74) 6
Góð löng innköst sem sköpuðu hættu og fín hlaupageta.

Albert Guðmundsson (´90) 7
Hlutirnir gerast í kringum Albert, hann þarf að verða stjarna liðsins og draga vagninn á næstu árum

Sveinn Aron Guðjohnsen (´74) 5
Náði ekki að koma sér í stöður til þess að ógna marki Rúmena af neinu viti

Jón Dagur Þorsteinsson 7
Góður leikur hjá Jóni Degi sem er klár í stórt hlutverk í þessu landsliði.

Varamenn:

Guðmundur Þórarinsson (´15) 6
Kom kaldur inn og lét keyra aðeins yfir sig en vann sig vel inn í leikinn.

Þórir Jóhann Helgason (´74)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Andri Lucas Guðjohnsen (´74)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Mikael Ellert Egilsson (´90)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Aron Elís Þrándarson (´90)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu