fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Tvö persónuleg markmið Ísaks á næstunni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson verður líklega í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu í knattspyrnu um ókomna tíð. Ísak er 18 ára gamall en á fast sæti í hópnum.

Hann dregur lærdóm af þeirri brekku sem landsliðið er í núna. Hann hefur tvö persónuleg markmið en það er að verða fastamaður í byrjunarliði FCK í Danmörku og fastamaður í byrjunarliði Íslands.

„Markmiðin eru að koma mér í byrjunarliðið og vera fastamaður, næsta skref mitt er að verða lykilmaður í báðum þesusm liðum. Ég er klár í verkefnið þó það sé erfitt, sama hvort það taki eitt eða tvö ár,“ sagði Ísak á fréttamannafundi landsliðsins í gær

„Ég ætla að taka einn leik í einu og gera mitt besta núna. Persónulega markmiðið er að koma mér inn í liðið hjá landsliðinu.“

Ísak ræddi svo um erfiða tíma landsliðsins undanfarna mánuði. „Þetta er búið að vera risa brekka, maður lærir mest í þeim. Vonandi erum við komnir í betri takt. Ég finn það á vellinum að við erum að búa til betri tengingu, mér finnst hún vera að koma. Það eru margir að taka stórt skref, þetta lið mun klárlega gera góða hluti þó það taki tíma. Við verðum gott lið í framtíðinni.“

Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni HM á morgun en síðasti leikurinn í riðlinum fer fram á sunnudag gegn Norður-Makedóníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Grealish: Ég var mjög nálægt því að fara til Manchester United

Grealish: Ég var mjög nálægt því að fara til Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enski boltinn: Liverpool fór létt með Everton – Mason Mount sá um Watford

Enski boltinn: Liverpool fór létt með Everton – Mason Mount sá um Watford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Xavi vill ólmur fá framherja Manchester United til Barcelona í janúar

Xavi vill ólmur fá framherja Manchester United til Barcelona í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru bestu markmennirnir í dag – Sjáðu topp 10 listann

Þetta eru bestu markmennirnir í dag – Sjáðu topp 10 listann