fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
433Sport

Stjórn KSÍ skipaði Guðlaugu og Ómar sem jafnréttisfulltrúa

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 12:54

Ómar fyrir miðju ásamt Heimi Hallgrímssyni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ og stjórn hennar hafa birt fundargerð frá stjórnarfundi 3 nóvember síðastliðinn. Þar kemur fram að búið sé að skipa tvo nýja jafnréttisfulltrúa.

Vanda er að koma sér inn í starf formanns en hún hefur verið við völd í rúman mánuð. Vanda var kosinn til bráðabirgðar en hún stefnir á endurkjör í febrúar þegar ársþing sambandsins fer fram.

„Lögð var fram tillaga um jafnréttisfulltrúa KSÍ (einn frá stjórn og einn af skrifstofu) og samþykkti stjórn að skipa Guðlaugu Helgu Sigurðardóttur úr stjórn og Ómar Smárason af skrifstofu KSÍ sem jafnréttisfulltrúa KSÍ,“ segir í fundargerð KSÍ.

Ómar er einn reyndasti starfsmaðurinn hjá KSÍ. Er hann í dag titlaður yfirmaður samskiptamála og fjölmiðlatengsla.

Þá var einnig samþykkt að Margrét Hafsteinsdóttir færi inn í laga- og leikreglnanefnd og Sigríður Baxter Þorláksdóttir í fræðslunefnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum

Svona hefur Ronaldo skorað yfir 800 mörk á ferli sínum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið

Foreldri segir heppni að ekkert barn lét lífið – Þrumaði á 40 milljóna króna bíl í gegnum grindverkið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum

Margar stjörnur kveðja Carrick með fallegum skilaboðum
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik

Stuðningsmenn Manchester United heiðruðu Solskjær fyrir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu

Leikmaður Real Madrid tilbúinn að fara til Newcastle fyrir væna summu