fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Framtíð Alberts í lausu lofti

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 09:40

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Alberts Guðmundssonar sóknarmann AZ Alkmaar í Hollandi er í lausu lofti. Samningur hans er á enda næsta sumar og ekkert þokast áfram í viðræðum um nýjan samning.

Óhætt er að fullyrða að hinn 24 ára gamli Albert er í sínu besta formi á ferlinum. Hann á í fyrsta sinn algjörlega fast sæti í byrjunarliði AZ og hefur staðið sig vel.

„Ég er að renna út af samningi hjá AZ næsta sumar. Ég hef verið í viðræðum þar sem ganga hægt núna. Það er mjög óljóst hvað gerist á næstu vikum eða í sumar,“ sagði Albert á fréttamannafundi í gær. Albert er nú einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Hann verður í stóru hlutverki gegn Rúmeníu í undankeppni HM á morgun.

Albert Guðmundsson / Getty

„Ég reyni að spila eins vel og ég get til að sanna mig fyrir hverjum sem er. Þá vonandi gerist eitthvað gott í sumar.“

Albert lokar ekki á það að vera áfram hjá AZ. „Ég loka ekki neinum dyrum varðandi það, ég kíki á alla möguleika sem ég hef. Ég hef heyrt af áhuga annara liða en ekkert sem ég get sagt. Ég má ekki tala við aðra klúbba eins og er, það er ekkert á borði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld