fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Arnar Þór veit ekki hvar sögurnar um ósætti við Arnór Ingva urðu til

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 12:00

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Ingvi Traustason er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir um átta mánaða fjarveru. Arnór Ingvi var í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar í mars en hefur síðan þá ekki verið með.

Arnór var boðaður í æfingaleiki í sumar en ákvað þá að vera hjá félagsliði sínu, New England Revoulution. Arnór hafði þá nýlega samið við félagið í Boston og vildi koma sér fyrir.

„Arnór var hjá okkur síðast í mars, hann komst svo ekki í júní verkefnið. Þegar ég var spurður að þessu síðast þá var staðan einfaldlega þannig að þeir leikmenn sem við vorum að velja í þær stöður sem Arnór getur spilað að þeir hentuðu að okkar mati betur. Akkúrat núna erum við að hugsa, eins og hlutirnir þróuðust í síðasta glugga Þá var Albert (Guðmundsson) að spila meira hægra megin. Vinstra kantur og vinstra megin á miðjunni, þær stöður sem Arnór getur leyst mjög vel. Það hentaði mjög vel núna að fá Arnór aftur inn í þetta og við erum mjög sáttir að hann sé kominn aftur,“ sagði Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins um endurkomu Arnórs í hópinn.

Á kreiki höfðu verið sögur um að Arnar Þór væri ósáttur með Arnór fyrir að hafa ekki mætt í hópinn í sumar. Hann segir það af og frá.

„Ég veit ekki hvaðan þær sögur koma, í júní var hann einn af þeim sem við skildum mjög vel. Hann taldi betra fyrir sjálfan sig að koma ekki. Ég ræddi við hann fyrir það verkefni, ég skildi það mjög vel en við þurftum ekkert að vera sammála um þetta. Það voru ekki nein leiðindi.“

„Ég vel ekki landsliðshóp út frá tilfinningum, ég vel hópinn með mínu starfsliði út frá þeim forsendum við höfum. Það er lélegt að útiloka eitthvað, það væri bara ekki gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum