fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Krefjast þess að haldinn verði neyðarfundur vegna kaupa Salman

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 9. október 2021 10:00

Salman og Trump eru góðir vinir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll félög ensku úrvalsdeildarinnar, að undanskildu Newcastle, vilja halda neyðarfund með forráðamönnum deildarinnar í kjölfar þess að nýjir eigendur keyptu félagið. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Mohammad bin Salman, krónprins Saudí Arabíu, hefur gengið frá kaupum á Newcastle eftir 18 mánaða ferli. Hann gat keypt félagið eftir að hafa leyst deilur við Bein Sports í Katar.

Fjölskylda Salman er moldrík. Ljóst er að kaupin gætu gjörbreytt gengi Newcastle á knattspyrnuvellinum með leikmannakaupum og fleiru.

Hjá félögunum nítján sem vilja halda neyðarfund gera menn sér grein fyrir því að ekki verður hægt að koma í veg fyrir það að Salman eignist félagið, þegar hefur verið gengið frá því.

Hins vegar verður svara krafist um það af hverju Salman og hans fólk fái að eignast félagið nú. Vilja þau fá svar við þessu þar sem kaupin höfðu áður verið bönnuð.

Félögin vilja halda fundinn snemma í næstu viku.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Adele syngur Tottenham söngva – „Enn annað lagið um eitrað samband og ástarsorg“

Adele syngur Tottenham söngva – „Enn annað lagið um eitrað samband og ástarsorg“
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: West Ham heldur sigurgöngu sinni áfram – Napoli og Monaco með sigra

Evrópudeildin: West Ham heldur sigurgöngu sinni áfram – Napoli og Monaco með sigra