fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Undankeppni HM: Jafntefli á heimavelli gegn Armenum

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 8. október 2021 20:40

Frá leiknum í kvöld. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli við Armeníu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2022 í kvöld.

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað. Fyrsta færi Íslands fékk Albert Guðmundsson eftir rúmlega tíu mínútur þegar hann skaut framhjá, þó úr nokkuð þröngri stöðu.

Nokkrum mínútum síðar gerði Jón Dagur Þorsteinsson mjög vel úti vinstra megin og bjó að lokum til fínt færi fyrir Viðar Örn Kjartansson. Sá síðarnefndi gat þó ekki gert sér mat úr því.

Armenar komust yfir á 35. mínútu með marki Kamo Hovhannisyan. Gestirnir fengu þá allt of mikinn tíma á boltanum við teig Íslendinga. Lauk það með fyrirgjöf sem uppskar mark Hovhannisyan. Þess skal getið að áður en Armenar skoruðu mark sitt átti Ísland augljóslega að fá hornspyrnu hinum megin á vellinum. Myndbandsdómgæsla dæmdi marki þó ekki af.

Stuttu síðar kom Henrikh Mkhitaryan sér í fína stöðu til að bæta við marki. Hann skaut þó framhjá.

Staðan í hálfleik var 0-1.

Eftir nokkurra mínútna leik í seinni hálfleik átti íslenska liðið góða sókn sem lauk með því að Þórir Jóhann Helgason lagði boltann fyrir á Ísak Bergmann Jóhannesson. Skot þess síðarnefnda fór þó beint á markvörð gestanna.

Við tók rólegur kafli, ekki benti margt til þess að Ísland myndi jafna. Á 77. mínútu jafnaði Ísak hins vegar leikinn. Albert kom boltanum þá út til hægri á Birki Má, hann kom sér inn á teiginn og renndi boltanum út á Ísak sem afgreiddi hann yfirvegað í markið.

Íslenska liðið efldist ekki nægilega mikið við jöfnunarmarkið, var ekki nálægt því að finna sigurmark. Armenar ógnuðu meira fram á við í lokin. Lokatölur hins vegar 1-1.

Ísland er í fimmta sæti undanriðilsins með aðeins 5 stig eftir sjö leiki. Armenar eru í þriðja sæti með 12 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið
433Sport
Í gær

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Í gær

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“
433Sport
Í gær

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél