fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Undankeppni HM: Jafntefli á heimavelli gegn Armenum

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 8. október 2021 20:40

Frá leiknum í kvöld. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli við Armeníu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2022 í kvöld.

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað. Fyrsta færi Íslands fékk Albert Guðmundsson eftir rúmlega tíu mínútur þegar hann skaut framhjá, þó úr nokkuð þröngri stöðu.

Nokkrum mínútum síðar gerði Jón Dagur Þorsteinsson mjög vel úti vinstra megin og bjó að lokum til fínt færi fyrir Viðar Örn Kjartansson. Sá síðarnefndi gat þó ekki gert sér mat úr því.

Armenar komust yfir á 35. mínútu með marki Kamo Hovhannisyan. Gestirnir fengu þá allt of mikinn tíma á boltanum við teig Íslendinga. Lauk það með fyrirgjöf sem uppskar mark Hovhannisyan. Þess skal getið að áður en Armenar skoruðu mark sitt átti Ísland augljóslega að fá hornspyrnu hinum megin á vellinum. Myndbandsdómgæsla dæmdi marki þó ekki af.

Stuttu síðar kom Henrikh Mkhitaryan sér í fína stöðu til að bæta við marki. Hann skaut þó framhjá.

Staðan í hálfleik var 0-1.

Eftir nokkurra mínútna leik í seinni hálfleik átti íslenska liðið góða sókn sem lauk með því að Þórir Jóhann Helgason lagði boltann fyrir á Ísak Bergmann Jóhannesson. Skot þess síðarnefnda fór þó beint á markvörð gestanna.

Við tók rólegur kafli, ekki benti margt til þess að Ísland myndi jafna. Á 77. mínútu jafnaði Ísak hins vegar leikinn. Albert kom boltanum þá út til hægri á Birki Má, hann kom sér inn á teiginn og renndi boltanum út á Ísak sem afgreiddi hann yfirvegað í markið.

Íslenska liðið efldist ekki nægilega mikið við jöfnunarmarkið, var ekki nálægt því að finna sigurmark. Armenar ógnuðu meira fram á við í lokin. Lokatölur hins vegar 1-1.

Ísland er í fimmta sæti undanriðilsins með aðeins 5 stig eftir sjö leiki. Armenar eru í þriðja sæti með 12 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar