fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Ísak eftir leik: ,,Mér finnst það mjög leiðinlegt en það er bara áfram gakk“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 8. október 2021 21:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Er fyrst og fremst svekktur með að ná ekki í þrjú stig en bara gaman að skora fyrir landsliðið, geggjuð sending frá Birki og ég setti hann bara á fjær,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson við RÚV eftir jafntefli Íslands gegn Armenum í undankeppni HM í kvöld.

Ísak kom inn á sem varamaður í hálfleik og lék afar vel. Hann skoraði jöfnunarmark Íslands á 77. mínútu.

Með markinu varð hann yngsti markaskorari Íslands. Bætti hann þar met frænda síns, Bjarna Guðjónssonar.

,,Ég vissi reyndar af því Bjarni frændi minn átti metið. Ég var svolítið með markmið að slá það. Ég vissi að ef ég myndi skora í september eða október þá myndi ég slá það,“ sagði Ísak.

Ísak fékk gult spjald í leik kvöldsins og missir vegna þeim af þeim næsta sökum leikbanns.

,,Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fór út af var að ég yrði í banni og geti ekki hjálpa liðinu. Mér finnst það mjög leiðinlegt en það er bara áfram gakk.“

Ísland mætir Lichtenstein á mánudagskvöld. Ísak segir markmiðið vera skýrt, að sigra leikinn.

,,Við ætlum fyrst og fremst að reyna að vinna leikinn. Við höfum ekki náð að vinna eins marga leiki og við hefðum viljað. Við unnum þá úti og ætlum að reyna að gera það líka heima.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið
433Sport
Í gær

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Í gær

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“
433Sport
Í gær

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél