fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Rafíþróttafólk henti landsliðinu út af Hilton – „Þeir borga betur en við“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. október 2021 10:23

©Torg ehf / Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu dvelur ekki á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut eins og venjan er. Liðið hefur undanfarin ár dvalið á hótelinu fyrir alla heimaleiki liðsins.

Breyting er á að þessu sinni en landsliðinu var hent út af Hilton hótelinu af tölvuleikjaspilurum. Um er að ræða Heimsmeistaramót í tölvuleiknum League of Legends.

Allt hótelið er leigt undir spilara á mótinu en fréttamönnum er meinaður aðgangur að mótinu sem er afar vel sótt. „Þeir borga betur en við,“ sagði starfsmaður KSÍ í samtali við 433.is.

Segja má þó að íslenska liðið sé komið heim. Liðið dvelur á Icelandair Hotel Reykjavík Natura sem var hótel liðsins í mörg ár.

Arnar Þór Viðarsson þjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen þekkja hótelið betur en flestir. Hótelið var notað í flest öllum verkefnum þeirra sem leikmenn liðsins.

Landsliðið breytti um hótel um það leyti sem Ólafur Jóhannesson var þjálfari liðsins. Ólafur lét af störfum árið 2011 og því eru meira en tíu ár frá því að landsliðið dvaldi síðast við flugvöllinn í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið
433Sport
Í gær

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Í gær

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“
433Sport
Í gær

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél